Lokakeppni 2001

höfundur: Hjörtur Líklegur

Lokakeppnin 2001.

Þá er enn eitt árið í Endurokeppnum búið. Alltaf er verið að setja met í Enduro og í sumar telst mér svo til að 134 einstaklingar hafi keppt í þessum þrem keppnum í sumar, (91 í fyrstu keppni, 80 í næstu og 85 í síðustu keppni) einnig að í öllum keppnunum voru útlendingar með (fyrst Breti, svo Sænsk skvísa og í síðustu keppninni keppti Frakki á mínu hjóli sér til ánæju þó að afturdekkið væri gjörsamlega slétt vildi hann fara til þess eins að hafa ánæju af deginum).

Í annari keppninni var yngsti keppandinn 12 ára og í þeirri síðustu var elsti keppandinn 53 ára, einnig mætti fyrsta Íslenska konan til keppni og er ég viss um að þær verði orðnar á milli 5 og 10 á næsta ári. Undanfarin 6 ár hefur að jafnaði bæst við keppandafjölda frá árinu áður um 30%, en í sumar bættist við yfir 40% því að í fyrra voru keppendur alls 95, en nú eins og áður var ritað hér að ofan voru keppendur um 134.

Ég hef alltaf sagt að það tekur 5 ár að þróa og hanna að Íslenskum aðstæðum hvernig keppnir eiga að vera og nú eru komin 4 ár og á þessum 4 árum hefur verið unnið ágætlega, en betur má ef duga skal. Það sem er verst við keppnishaldið er hve fáir gefa kost á sér til að vinna við framkvæmd á keppnum. Það er hreint bull að fara á stað með keppnir að þessari stærðargráðu með innan við 10 manns í starfslið fyrir hverja keppni (80-90 keppendur og 6-9 starfsmenn í hverri keppni það hljóta allir að sjá að þetta er bull, en það tókst).

Það besta við þetta sumar var að keppendur voru duglegir við að leggja brautirnar með mér og aðstoða mig á einn eða annan hátt fyrir keppni, en það sem fer mest fyrir brjóstið á mér er hvernig keppendur og aðstoðarmenn (ekki allir ) eru miklir sóðar á keppnisstað rusl og drasl allstaðar eftir keppnir og nánast enginn tekur til eftir sig ( Ef hver keppandi tæki með sér 10 stikur og 1 poka af rusli væri þetta ekki mikið mál. Ef félagar í VÍK ætla að ganga um landið svona fær VÍK aldrei svæði fyrir íþrótt sína. Ástæðan er einföld við lifum í nútímaþjóðfélagi og þar eru sóðar ekki hátt skrifaðir á vinsældarlistanum. Fyrsta skrefið í átt að því að fá varanlegt land er að ganga um eins og menn en ekki skepnur).

Með þann fáa mannskap sem ég hef á keppnisdag í vinnu er ekki hægt að gera betur, en eftir hverja keppni hef ég lagt vinnustundir á bilinu 30-50 og ég einfaldlega get ekki gert betur.

Svo vikið sé að síðustu keppninni þá var hún næstum eins og ég taldi að hún mundi vera. Brautin sem var 5 km sléttir var á tiltörulega sléttu landi og varð að hafa hana þess vegna með mörgum beygjum (það voru 53 beygjur sem voru meira en 30°) , brekkur voru engar en með því að hafa beygjur við þessa hóla sem á svæðinu voru urðu þessar brekkur nokkrum erfiðar. Drullupyttirnir: Þeir gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera í alla staði (þeir óheppnu duttu þar út , áhorfendur fengu sitt og varahlutasalar selja kúplingar hægri vinstri þessa dagana). Það var frábært framtak af þeim þrem félögum sem komu keppendum til aðstoðar í brautinni (það þarf ekki að eiga mótorhjól til að taka þátt í Endurokeppni. Það eru til Endurokeppnir þar sem enginn kemst í mark án aðstoðar frá áhorfendum) þessir kappar áttu skilið að fá hillingu í lok keppni frá keppendum. Það eina sem ég gat gert var að taka í hendina á þessum hetjum eins og margir keppendur gerðu líka (heyrst hefur að þeir ætli að rukka björgunarlaun á árshátíð VÍK í haust).

Það er ekki gott að finna landsvæði sem þolir 850-900 mótorhjólaför á dag og það í rigningu, en þetta svæði þoldi álagið með sóma. Heimamenn voru ánægðir og fannst þetta flott, en nú er bara að sjá hvort það komi græn stortrönd upp úr sandinum næsta sumar því það var sáð fræi í brautina fyrir keppni og er því áríðandi að ekki sé ekið á svæðinu næsta sumar fyrr en að útséð er með árangur af þessari tilraun

Eg vil enda þetta bréf á því að þakka þeim sem aðstoðuðu mig við að halda þessa keppni því ég vil að þið sem hjálpuðuð mér við keppnina að ég hefði ekki getað komið þessu í kring án ykkar aðstoðar þó vil ég nefna sérstaklega Björn og Björn (167 og 168) Hauk og Arnór (17 og 155) Þór og Gulla (36 og 757) einnig Frakkanum sem ég bauð í keppnina að launum (211). Á keppnisdag voru það Enduro.is sem skaffaði tímatökugengið og Guðjón Tölvukall hætti keppni og gerðist þulur þegar hann sá það að ég notaði ekkert gjallhornið. Guðjón sýndi þar með notkunarmöguleika tölvukerfisins sem hann hefur þróað að mestu sjálfur og er hann þar með búinn að sýna forsmekkinn af því er koma skal, en með miklu stærra hljóðkerfi og hágværustu gerð af hátölurum, eða útvarpssendi?

Spörri og Andrés voru í brautinni og gerðu það sem þeim var ætlað þar með sóma. Guðmundur læknir þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Svo eru það Hafnfirðingarnir Rikki og Binni voru á flagginu alla keppnina og skoðuðu hjólin ásamt Einari Krassa, takk strákar.

Binni og Guðmundur læknir eru þeir menn sem hafa verið með mér í öllum keppnunum í sumar og vil ég þakka þeim sérstaklega. Einnig hafa nokkrir keppendur verið mér sérstaklega hjálpsamir við brautarlagningu og fara þar fremstir YamahaHaukur og Þór Þorsteins þetta eru menn sem aðrir keppendur ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Það helsta sem hefur áunnist í sumar er að fleiri koma að hverri keppni þó að það vanti töluvert uppá að nóg sé af mannskap.

Tölvukerfið er margfallt skemmtilegra bæði í notkun og í að sjá alla tíma á netinu eftir keppni. Sem segir að Tölvukallinn er að gera frábæra hluti það sýnir bara það eitt að í kringum keppnina (frá 15. ágúst til 20. ágúst) kom yfir 1000 heimsóknir á netið til að fá fréttir af gangi mála dagana fyrir og eftir keppni.

Keppendur eru farnir að mæta á réttum tíma í keppni (nema einn) og eru strax tilbúnir í skoðun sem gerir skoðunina auðveldari í framkvæmd. Einnig vita keppendur hvað er skoðað og man ég aðeins eftir 2 neitunum í keppni en keppendur gátu reddað því fyrir keppni.

Það er næstum búið að útrýma því að keppendur séu að borga keppnisgjöld á keppnisdag þetta er hlutur sem þarf nauðsynlega að útrýma fyrir næsta keppnisár, keppnisstjórn hefur nóg annað að gera en að standa í því að handrukka menn á keppnisdag.

Það sem er að og verður að bæta er að keppendur eru að sleppa hliðum og keyra niður borða of mikið. Þetta er með öllu óþolandi sérstaklega fyrir keppendur sem aka brautina alltaf rétt og horfa upp á mennina sem þeir eru að keppa við stytta sér leið með því að sleppa hliði.

Frágangur keppenda frá pyttinum eftir keppnir er slæmur og fara menn án þess að taka eigið rusl, (tómar fernur, samlokubréf, pappír, bensínbrúsar, skrúfubox og fleira sem oftast fyllir fullann svartan ruslapoka eftir keppni) og keppnisstjórn þarf að þrífa ósómann eftir keppendur.Ef menn vilja ekki trúa þessu ættu þeir að tala við Ingvar (no 62) og Hólmfríði (no 162) , en þau áttu veg og vanda af því að þrífa pyttsvæðið eftir síðustu keppni.

Einnig þarf að vera fundur með keppendum og aðstoðarmönnum þeirra fyrir keppni þannig að spurningum sé svarað við skráningu og farið yfir sérreglur hverrar keppni svo að ekki þurfi að vera að halda óþarfa ræðu rétt fyrir keppni. Fyrir áhorfanda lítur þetta út eins og að sé verið að tala við hálvita og sé verið að lemja það inn í hausinn á þeim að þetta egi að vera svona en EKKI hinsegin.

Enn eitt það er fréttamannafundur fyrir keppnir það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að gera þá á réttum tíma með réttum undirbúningi. Hins vegar var fréttaflutningur af Enduroinu í sumar 5 sinnum meiri en síðasta ár og með þessu áframhaldi ætti blaða og fréttaflutningur að vera í góðum málum næsta ár, en það er einn hlutur sem klúbburinn þarf að fara að huga að er kjör fjölmiðlafulltrúa fyrir næsta ár.

Það er hægt að gera miklu betur en gert var í sumar og með því að vera sammála um hlutina og vinna vel saman bæði keppendur og keppnishaldarar getur Enduroleiðin bara verið upp á við. Notið veturinn til þess að laga það sem var að í sumar og mætum öflugir til leiks næsta sumar. Hjörtur Líklegur.

Skildu eftir svar