Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Brautir um páskana og árskort

Bolalda_april2011Álfsnes er enn rennandi blautt og enn er snjór og næturfrost þannig að það bráðnar hægt í Bolaöldu. Svæðið þar er ansi blautt víða og verður því alveg lokað um páskana. EN – Motomos er í fínu standi og Þorlákshöfn sömuleiðis og við hvetjum því alla til að nýta sér aðstöðuna þar um páskana.

Annars stefnum við á að opna brautir VÍK við fyrsta tækifæri – árskort kostar ekki nema 12.000 kr. núna með félagsgjaldi og er hægt kaupa það hér á vefnum og greiða í einni greiðslu eða 1000 kall á mánuði í 12 mánuði – lítið mál sumsagt! Það er því um að gera að kaupa sér kort sem fyrst og vera klár þegar svæðin opna. Gleðilega páska

Bolaöldubrautir í flottu standi

Garðar er búinn að vera að fínpússa brautirna alla vikuna og er ástandið á þeim eftir því gott. Um að gera að nýta sér góða verðið sem stefnir í um helgina, gæti þess vegna fryst eftir helgi.

Munið eftir miðum eða árskortum Á HJÓLINU.

Brautarstjórn.

Miklar breytingar á Álfsnesi

Álfsnes 2012 - Myndir Eyþór Reynisson
Fleiri myndir eru í vefalbúminu okkar – smellið á mynd

Talsvert miklar breytingar eru i gangi á Álfsnesi um þessar mundir. Tilefnið er styrktarkeppni fyrir MXoN liðið okkar sem mun keppa í Belgíu í lok september.

Brautinni og reyndar aðstöðunni allri hefur verið talsvert mikið breytt. Vestasti hluti brautarinnar hefur verið skorinn af og í staðinn bætt við kafla syðst í brautinni (nær barnabrautinni). Þetta gerir það að verkum að brautinn öll er nær pittnum heldur hún var. Enn betra er að risa-áhorfendasvæði hefur verið gert sem er með mikið og gott útsýni yfir nánast all brautina, sem var nú kannski galli á Nesinu áður.

Skráning í MXoN keppnina fer fram hér og hvetjum við auðvitað alla til að skrá sig og njóta þessara flottu breytinga (og auðvitað styrkja strákana).

Reynir brautarstjóri vill koma á framfæri miklum þökkum til Frostfisks fyrir stuðningin við brautargerðina.

Brautin er lokuð fram að keppni.

Bolaöldusvæðið í fínu formi.

Loksins höfum við fengið rigningu og þar af leiðandi er bæði brautir og slóðar í fínu formi. Um að gera að nýta tækifærið og hjóla af sér afturendann í dag. Aron og Sandra standa sig eins og hetjur við að halda svæðinu fínu og flottu. MX brautirnar opna kl 16:00. Munið eftir miðum  eða árskortum Á HJÓLUNUM.

Brautarstjórn.

Bolaaldan sérlega góð í dag!

Garðar var að hringja og segir brautina vera í frábæru standi. Það rigndi lítillega í gær og í nótt. Núna er verið að laga til og grjóthreinsa. Í augnablikinu er logn og blíða á staðnum og frábærar aðstæður sem er um að gera að nýta. Brautin opnar stundvíslega kl. 16 eins og alla daga. Have fun!

Selfoss nývökvuð og í toppstandi

Vökvunarkerfið á Selfossi er komið í gang og er svakalegt!
Brautin lokar kl 4 í dag fyrir keppni.