Brautir um páskana og árskort

Bolalda_april2011Álfsnes er enn rennandi blautt og enn er snjór og næturfrost þannig að það bráðnar hægt í Bolaöldu. Svæðið þar er ansi blautt víða og verður því alveg lokað um páskana. EN – Motomos er í fínu standi og Þorlákshöfn sömuleiðis og við hvetjum því alla til að nýta sér aðstöðuna þar um páskana.

Annars stefnum við á að opna brautir VÍK við fyrsta tækifæri – árskort kostar ekki nema 12.000 kr. núna með félagsgjaldi og er hægt kaupa það hér á vefnum og greiða í einni greiðslu eða 1000 kall á mánuði í 12 mánuði – lítið mál sumsagt! Það er því um að gera að kaupa sér kort sem fyrst og vera klár þegar svæðin opna. Gleðilega páska

Skildu eftir svar