Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Álfsnesbraut

Álfsnesbraut er ný yfirfarin og í flottu standi. Reynir tók góða yfirferð með ýtunni í síðustu viku. Muna eftir að miðunum eða árskortunum. Það verður strangt eftirlit.

Bikarkeppni verður haldin þar næstkomandi Laugardag. Allur afrakstur þeirrar keppni rennur til styrktar MXON faranna okkar. Uppl. um skráningu og dagskrá kemur hér á vefinn bráðlega.

ATH þetta verður skemmtikeppni með alvarlegu ívafi. Hvetjum alla hjólara til að mæta. Boðið verður uppá flokka fyrir alla. Meira að segja fyrir þá sem eiga rykfallna 550 2t tuggu inn í skúr.

Stefnum að skemmtilegum degi sem í leiðinni hjálpar strákunum okkar í að kljúfa fjárhagsvegginn í því að keppa fyrir okkar hönd.

Það verður gaman að sjá hvort að Torfi gull þori að mæta, Kalli Motoforingi, Píparagengið og margir aðrir fyrrverandi meistarar???

Bolaöldubraut

Minnum á opnunartímann. 10:00 – 13:00. 17:00 – 22:00.

Brautin er lokuð á milli 13:00 – 17:00 vegna viðhalds.

Við verðum með miðaeftirlit í hliðinu næstu daga. Allir verða að vera með miða eða árskort Á HJÓLINU!
Miði eða árskort í bíl er ekki afsökun. Það er ekki í boði að taka prufuhring.

Brautin verður lokuð frá og með Fimmtudeginum fram á Sunnudag.

Vinnukvöld verður á Fimmtudagskvöldinu frá kl 18:00 – 20:30.

Heyrst hefur að Kalli, hamborgarakóngur, verði á svæðinu og muni hita upp grillið. Hvetjum félagsmenn til að mæta og vera með í skemmtilegum hópi.

Brautarstjórn.

Bolaöldubraut

Bolaöldubrautin er í frábæru standi. Garðar er búinn að  græja og gera  brautina í dag. Náttúrulega vökvunarkerfið virkar líka alveg 100% . Frábært veður seinnipartinn í dag.

Brautin opnar kl 17:00. Í dag föstudag.

Opið um helgina til kl 18:00. Jafnvel aðeins lengur.

Ef einhver er svakalega þurfandi í að hjóla fyrr, þá er möguleiki á að ná samningum við Garðar með vinnu á móti hjóleríi.

Munið eftir miðunum.                           Brautarstjórn.

Sólbrekkubraut nýlöguð

Einar á ýtunni

Sólbrekkubraut er nýlöguð. Einar er búinn að yfirfara hana alla.

Bað fyrir kveðju til ykkar og vonast til að sjá ykkur sem flest í brautinni.

Muna að kaupa miða á N1 Lækjargötu Hafnarfirði, Keflavík, Vogum eða Skeifunni Grindavík.

Kveðja VÍR

Fjör í Bolaöldubraut

Kjarri í útsýnisflugi.

Það var mikið fjör í brautinni sem margir elska að hata.  Brautin var mjög góð í kvöld enda var hún yfirfarin í gær. Allir pallar voru góðir og nýttu flottu stökkvararnir okkar það sér vel og sýndu listir sínar í loftinu.

Þess má geta að Garðar mætir aftur til vinnu á morgun og mun hamast í því að hafa brautina í nothæfu ástandi fram að keppni. Veðrið framundan ætti að gera það auðveldara. Lesa áfram Fjör í Bolaöldubraut