Álfsnesbraut

Álfsnesbraut er ný yfirfarin og í flottu standi. Reynir tók góða yfirferð með ýtunni í síðustu viku. Muna eftir að miðunum eða árskortunum. Það verður strangt eftirlit.

Bikarkeppni verður haldin þar næstkomandi Laugardag. Allur afrakstur þeirrar keppni rennur til styrktar MXON faranna okkar. Uppl. um skráningu og dagskrá kemur hér á vefinn bráðlega.

ATH þetta verður skemmtikeppni með alvarlegu ívafi. Hvetjum alla hjólara til að mæta. Boðið verður uppá flokka fyrir alla. Meira að segja fyrir þá sem eiga rykfallna 550 2t tuggu inn í skúr.

Stefnum að skemmtilegum degi sem í leiðinni hjálpar strákunum okkar í að kljúfa fjárhagsvegginn í því að keppa fyrir okkar hönd.

Það verður gaman að sjá hvort að Torfi gull þori að mæta, Kalli Motoforingi, Píparagengið og margir aðrir fyrrverandi meistarar???

Skildu eftir svar