Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Krókurinn lokar á sunnudaginn kl.14

Þeir sem ætla sér að kynnast brautinni fyrir mótsdag geta gert sér ferð á krókinn um helgina. Brautin lokar svo kl 14 á sunnudaginn svo hægt verði að byrja á því að laga og græja hana fyrir mótsdag.

Skráning í fyrstu umferðina í íslandsmeistaramótinu í MX 2011 lokar svo á þriðjudaginn, skráning stendur núna yfir á msisport.is

Tekið af morgan.is

Selfoss nýlöguð – opnar kl 12

Brautin verður herfuð í fyrramálið, svo við opnum ekki fyrr en kl.12.00. Munið eftir miðum í Pylsuvagninn Selfossi.

Bolaalda – Jósefsdalur.

MX Brautin opnar kl 10:00 á morgun, Laugardag, og er í flottu standi.

Jósefsdalurinn opnar á morgun, Laugardag, þrátt fyrir engan áhuga félagsmanna við að merkja upp slóða þar. Hér fyrir neðan er skammarræða frá einum úr enduronefndinni.

Munið eftir miðunum eða kortunum.

ATH nú þarf líka miða í slóðana. Lesa áfram Bolaalda – Jósefsdalur.

Bolaöldubraut

Stóra brautin var öll lagfærð í gær, miðvikudag, með ýtu og er í frábæru ástandi. Opin 16 – 21 í dag. Munið miðana eða árskortin.  

Brautarstjórn.

Slóðar í Bolaöldum.

SLÓÐARNIR ERU LOKAÐIR!!!!!

Í kvöld verður vinnukvöld í Jósefsdal. Þar verða merktir upp slóðar þannig að hægt sé að taka vel á því í æfingum fyrir Klaustur. Óskað er eftir aðstoð við slóðalagningu. Vinna hefst kl 18:00. Verkið ætti ekki að taka langan tíma enda hljótum við að fá góða aðstoð frá félagsmönnum og öðrum áhugasömum.

Ef vel verður tekið á því, á vinnukvöldi, ætti að vera hægt að opna Jósefsdalinn um helgina. Vinnuþjarkar gefi sig fram við Garðar S: 866 8467, eða Dóra Sveins S: 896 4965, á staðnum.

Slóðanefndin.

Motomos opnar.

 

Motomos opnar á morgun, miðvikudag 11. maí og verður opin frá kl 16:00 – 21:00.  Brautargjaldið er óbreytt 1.000 kr og miðar fást á N1 í Mosfellsbæ.   Brautin er í góðu standi fyrir utan 2 blauta staði, tilvalið til að stökkva yfir 🙂

Opnunartímar Motomos í sumar verða auglýstir síðar.
Góða skemmtun og sjáumst á morgun 🙂