Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Við lofuðum frekari fréttum í kvöld af enduroinu og hér kemur hluti 1.0. MSÍ hefur ákveðið að breyta keppnisfyrirkomulaginu á endurokeppnum fyrir sumarið. Helstu breytingar eru:

GFH Meistaraflokkur: 75 mínútna keppnistími, 2 umferðir yfir daginn eins og áður
GFH Tvímenningur: 74 mínútna keppnistími og tvær umferðir, hámark 2 hringir á mann í einu en allir geta tekið þátt þe. keppendur í Motocrossi geta sameinast í þennan flokk og tekið létta motocrossæfingu í enduroinu. Áherslan í flokknum er þó eftir sem áður á stemningu og Klaustursfíling þannig að allir alvöru keppnismenn skrá sig að sjálfsögðu í GFH Meistaraflokk.
GFH Enduroflokkur; 45 mínútna keppnistími sem fyrr og tvær umferðir yfir daginn. Aldursskiptir flokkar bæði karla og kvenna, 14-18, 19-39, 40-49, 50+ mv. aldur á líðandi ári. Lágmarksfjöldi í flokk eru 5 keppendur, annars er flokkurinn keyrður með næsta flokk fyrir neðan.
Styttri en erfiðari keppnisbrautir: Styttri hringir, lagt verður upp með að hringurinn verði að hámarki 10-12 mínútur og að áhorfendur geti fylgst með keppninni úr návígi. Keppnin á að vera öllum fær EN í hverri braut eiga að vera 1-2 erfiðar hindranir með skýrum (og lengri) hjáleiðum fyrir þá sem ekki treysta sér erfiðari leiðina.

Seinni hlutinn 2.0 þe. varðandi næsta keppnisstað þe. 12. júlí átti að vera klár í kvöld en því miður hefur ekki náðst að klára formsatriðin ennþá en það gerist væntanlega á þriðjudagskvöldið næsta. Fylgist því vel með, ef allt gengur að óskum verður fyrsta keppnin mögnuð og frábært start á nýju endurotímabili á Íslandi, hvorki meira né minna!

Nánar um nýjar enduroreglur: 

1.     Keppnisreglur MSÍ fyrir GFH Enduro

 

  1. Keppnisfyrirkomulag

1.1.             Íslandsmótið í GFH Enduro samanstendur af 2 keppnum eða fleiri.

1.2.             Keyrðir eru þrír (3) flokkar:
GFH Meistaraflokkur
GFH Enduroflokkur
GFH Tvímenningur

1.3.     Til þess að flokkur eða undirflokkur teljist löglegur þurfa minnst 5 keppendur að skrá sig í viðkomandi flokk.

1.4.     Öllum er frjálst að skrá sig í GFH Meistaraflokk. keppendur sem hafa lokið í 1. – 10. sæti í Íslandsmótinu árinu á undan í Meistaraflokk mega ekki skrá sig í GFH Enduroflokk.

 

  1. Flokkaskipting:

2.1.             Aldurstakmörk vegna vélarstærða: Upplýsingar er að finna í reglugerð 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir með síðari breytingum.
Sjá: http://msisport.is/content/files/public/reglur/B_nr_507_2007.pdf

2.2.             Skráðir keppendur í flokki verða að vera fimm (5) að lágmarki svo keppni í flokki fari fram.

2.3.             Keppt er í eftirfarandi flokkum:

 

  1. GFH Meistaraflokkur

3.1.             Vélarstærðir:    122 – 650 cc vélar 2T / 4T

3.2.             Dekkjastærð: Afturdekk: 18-19″ tommur – Framdekk: 21” tommur

3.3.             Aldur: Frá fimmtánda (15.) aldursári og upp úr.

3.4.             Keppnisfyrirkomulag: Ein (1) 75 mínútna umferð  + Tvær (2) umferðir á keppnisdag

3.5.             Verðlaun: Verðlaun eru veitt fyrir þrjú (3) efstu sæti yfir heildina

3.6.             Stigagjöf: Sjá 6.6. stigagjöf.

3.7.             Annað: Keppnisstjóra er heimilt að flagga út fyrsta keppanda allt að 2 mín. fyrr til þess að halda dagskrá.

 

  1. GFH Tvímenningur

4.1.             Vélarstærðir:    122 – 650 cc vélar 2T / 4T

4.2.             Dekkjastærð: Afturdekk: 18-19″ tommur – Framdekk: 21” tommur

4.3.             Aldur: Frá fimmtánda (15.) aldursári og upp úr.

4.4.             Keppnisfyrirkomulag: Ein (1) 74 mínútna umferð  + Tvær (2) umferðir á keppnisdag

4.5.             Verðlaun: Verðlaun eru veitt fyrir þrjú (3) efstu sæti yfir heildina.

4.6.             Stigagjöf Sjá 6.6. stigagjöf.

4.7.             Annað:

4.8.             Keppnisstjóra er heimilt að flagga út fyrsta keppanda allt að 2 mín. fyrr til þess að halda dagskrá.

4.9.             Keppendur í Tvímenning mega ekki aka meira en 2 hringi í einu.

 

  1. GFH Enduroflokkur

5.1.             Vélarstærðir: 122 – 650 cc vélar 2T / 4T

5.2.             Dekkjastærð: Afturdekk: 18-19″ tommur – Framdekk: 21” tommur

5.3.             Aldur: Frá fjórtánda (14.) aldursári og upp úr.
Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum karla og kvenna:
14-18, 19-39, 40-49, 50+ mv. aldur á líðandi ári

5.4.             Ef ekki næst full þátttaka í aldursflokki er flokkurinn sameinaður næsta aldursflokki fyrir neðan.

5.5.             Keppnisfyrirkomulag: Ein (1) 45 mínútna umferð  + Tvær (2) umferðir á keppnisdag

5.6.             Verðlaun: Veitt fyrir 1., 2., og 3. sæti í hverjum aldurshóp, viðurkenningarskjöl eða medalíur

5.7.             Stigagjöf: Sjá 6.6. stigagjöf.

5.8.             Annað: Keppnisstjóra er heimilt að flagga út fyrsta keppanda allt að 2 mín. fyrr til þess að halda dagskrá. 

 

  1. Framkvæmd keppni

6.1.             Ræsing:

6.1.1.       Tíu til tuttugu (10-20) keppendur eru á hverri ráslínu og skal vera eins (1) meters lágmarksbreidd fyrir hvert hjól.

6.1.2.       Keppendur skulu drepa á keppnishjólum einni (1) mínútu fyrir ræsingu þegar brautarstjóri / keppnisstjóri gefur merki þar um

6.1.3.       Brautarstjóri / keppnisstjóri sýnir keppendum 15 sek. skilti og að því loknu 5 sek. skilti og merki um ræsingu þegar skilti fellur.

6.1.4.       Keppandi sem ræsir keppnishjól áður en skilti fellur telst þjófstarta og hlýtur 1 mín. refsingu í formi vítis.

6.1.5.       GFH Meistaraflokkur er ræstur fyrstur  og GFHE Tvímenningur skal ræstur 1 mínútu á eftir  og raðast Tvímenningsflokkur á ráslínu fyrir aftan.

6.1.6.       GFH Enduroflokkur skal allur ræstur 1.  mínútu á eftir GFH Tvímenning. Uppröðun á ráslínu skal vera eftir aldursröð flokka frá 1. ráslínu, 14-18, 19-39, 40-49, 50+

6.1.7.       Uppröðun á ráslínu í öllum flokkum ákvarðast af stöðu í Íslandsmeistaramóti hverju sinni eða eftir lokastöðu ársins á undan.

 

6.2.             Keppnisbraut:

6.2.1.       Lengd keppnisbrautar skal vera þannig að bestu menn séu uþb. 10 til 12 mínútur að keyra hringinn að hámarki. Keppnishaldari skal leitast við að aksturstími á hvern ekinn hring passi vel að heildaraksturstíma í viðkomandi flokk.

Keppnisbraut skal vera vel fær öllum keppendum, keppnisbraut getur samanstaðið af Moto-Cross braut, vegum, slóðum léttum þrautum ofl. Keppnishaldari skal leggja braut þannig að hún verði keppendum fær, þó er mælst til þess 1-2 erfiðar hindranir séu í braut með skýrum og vel færum hjáleiðum sem þó lengja brautina fyrir þá keppendur sem velja hjáleiðina.

Skildu eftir svar