Slysin gera ekki boð á undan sér.

Við erum í sporti þar sem slysin gera ekki boð á undan sér og þar af leiðandi þurfum við að muna eftirfarandi!!!!

Ef óhapp gerist í braut og fleiri eru að hjóla!!! Byrjið á því að tryggja að aðrir iðkendur viti af því að ökumaður liggi í brautinni. Við viljum alls ekki að frekari slys verði.

  1. Sjáið til þess að aðrir iðkendur viti af óhappi áður en þið sinnið þeim sem fyrir óhappi varð. Það hjálpar þeim slasaða ekkert að aðrir ökumenn lendi í því að keyra á hann.
  2. Eftir að það er búið að tryggja að aðrir iðkendur viti um óhappið, sinnið þá þeim sem fyrir óhappinu varð. Reynið að sinna þeim slasaða án þess að hreyfa við honum. Athugið hvort um andnauð er um að ræða, ef ekki  þá bíðið með allar aðgerðir þangað til viðkomandi nær rænu til að svara eða hringið strax í 112 sem liðsinna hvað á að gera í þeim aðstæðum sem við á.
  3. Eru ekki anars allir búnir að fara á fyrstuhjálparnámskeið?

 

Skildu eftir svar