Viltu læra að hjóla hjá Tony Cairoli

Uppfærsla á frétt.rb_train_tony1 Viltu læra að hjóla hjá Tony Cairoli

Heimildir frá Nikulási Óskarssyni.

Það var amk einn góður hjólari sem tók mark á fréttinni sem var rituð var hér í síðustu viku.

Hann tók sig til og sótti um að komast að hjá Cairoli. Og hvað haldið þið!!!!!. Gummi Kort #99 og Nikki ( pabbinn) eru að fara til Ítalíu á Fimmtudag til að æfa með og læra af Tony Cairoli. Búið er að ganga frá ferðatilhögun og munu þeir feðgar fá skaffað hjól til að æfa á, gistingu og fæði.

Eftir samtal við Nikka í gærkvöldi þá var atburðarrásin þannig: Þeir sáu greinina hér inná motocross.is og ákváðu í framhaldi af því að senda inn umsókn, það kostar a.m.k ekkert. Í gærkvöldi hafði þeim feðgum borist boð frá Ítalíu um að taka þátt. Eina sem þeir þurftu að gera var að vera mættir til Ítalíu á Laugardagsmorgun. SÆLLLL, EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞETTA EITTHVAÐ.

Allt er klappað og klárt, byrjað er að pakka í töskur og Kortarinn nær víst ekki með löppunum niður á gólf, spenningurinn er þvílíkur. Nikka var skipað að taka með sér myndavél og skrifblokk til að halda dagbók um æfintýrið. Ferðasagan mun birtast hér fljótlega eftir heimkomu.

Vefurinn óskar þeim feðgum góðrar ferðar og skemmtunar.

3 hugrenningar um “Viltu læra að hjóla hjá Tony Cairoli”

Skildu eftir svar