Tilkynning frá Enduro nefnd / Skráning hafin

Vegna tafa á leyfum hefur enn ekki verið gefinn út staðsetning á keppnissvæði fyrir næstu helgi. Allar líkur eru á að keppnin fari fram á Hellu sunnan þjóðvegar 1 þar sem keppt var 2001 og 2002. Þetta svæði er eitt af þeim betra sem keppt hefur verið á, grónir sandmelar, gras, lækjarsprænur og drullupittir. Lítið sem ekkert grjót og engar þúfur = bara gaman ! Þar sem margir keppendur hafa dregið skráningu mun skráningarfrestur verða framlengdur til fimmtudags kl: 24:00 Endanleg staðfesting verður gefinn út á fimmtudag. Dagskrá verður sú sama og verið hefur í sumar hvað varðar keppnisdaginn.
kveðja Enduro nefnd.

Skildu eftir svar