Vefmyndavél

RC meistari

Ricky Carmichael innsiglaði meistaratitilinn í fyrra mótoinu, en hann vann reyndar bæði mótoin í Steel City.Það eina sem kallinn þurfti að gera var að klára keppnina, en hann var ekki í vandræðum með að sigra hana. James Stewart gerði nokkurn vegin það sama með að vinna bæði mótoin í 125 flokknum. Það sem kom mest á óvart var Mike Alessi sem lenti í að festast í hrúgu af ökumönnum, en náði að losa sig og enda mótoið fimmti.
250 O/A: 1. Ricky Carmichael (Hon); 2. Kevin Windham (Hon); 3. Mike Alessi (Hon)
125 O/A: 1. James Stewart (Kaw); 2. Broc Hepler (Suz); 3. Troy Adams (Kaw)

Leave a Reply