Hjálp

Það virðist sem einhver hafi brotist inn í bílskýlið hjá mér og stolið hjólinu mínu, Honda XR 400R árg 2000.  Hjólið er rautt með og engin merki eru á því annað en „400R“ aftast á sætinu. Það er með „SUPERTAP“ power hljóðkút sem er lokaður að aftan.  Hjólinu var stolið frá Naustabryggju 27 í Bryggjuhverfinu einhverntíman í dag þriðjudag.  Ef einhver hefur orðið var við hjólið síðan á mánudagskvöld þá vinsamlega sendið póst áab@apex.is eða leggið skilaboð á 895-2123. Einnig er hægt að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í s. 5699020. Ágúst Björnsson

KTM ferðin 2002

KTM ferðin 2002 4th edition verður farinn um helgina. Þetta er fjórða ferðin sem KTM Ísland stendur fyrir. Ferðin er fyrir KTM hjólaeigendur og var fyrst farinn sumarið 1999. 4th edition ferðin hefst á föstudagsmorgun kl. 10 og fara þá 20 KTMeigendur af stað og aka uppí Hrauneyjar þar sem gist verður. Á laugardagsmorgun kemur svo 20-30 manna hópur og lagt verður af stað kl. 10:30 í 250 km túr um svæðið sem er eitt besta Enduro svæði sem til er. Áætlað er að hópurinn komi aftur í Hrauneyjar á milli 18 – 19 og er þá heljarinnar a´la Katoom grill fyrir hópinn. Skráning er til kl:18 á miðvikudaginn 10. júlí. S:586-2800

Crossskólinn

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu í crosskólan og vegna þáttökuleysis þá verður bara eitt námskeið.  Verður það haldið 19-21 júlí.  Allir sem ætluða að koma 22-24 júlí eru beðnir að koma 19-21 og verður námskeiðið tvískipt.  Annarsvegar framhaldsnámskeið og hinsvegar fyrir þá sem misstu af fyrsta námskeiðinu.

Landvinningar !

Nú styttist í að Reynir og Einar fari út að keppa.  Nýjustu fréttir eru að þeir taki þátti í Fast Eddy laugardaginn 20 júlí og nú lítur út yfirr að þeir taki þátt í British MX Championship þann 21 júlí.  Sumsé mikið líf og fjör.  Gaman að sjá hvernig víkingunum gengur.
Annars er það elst að frétta að 17 júlí nk. kemur út nýjasta heftir Dirt Bike Rider og er þar að finna veglega grein um Íslandsævintýri bresku blaðamannana.  Greinin verður um 5 síður, gott mál, og er að finna myndir af hálendinu, keppninni á Klaustri og af öllum íslensku brjálæðingunum sem urðu á vegi þeirra.  Svo virðist sem DBR sé ill fáanlegt heima á Íslandi.  Ég bendi áhugasömum endilega á að gerast áskrifendur af DBR.  Það er hægt í gegnum netið á einfaldan og öruggan hátt.  Hverrar krónu virði.
Kíkið á www.dirtbikerider.com og fáið allar helstu upplýsingar um málið.
Kveðjur úr rigningunni á Englandi.  4.

Motocrosskeppnin á Selfossi

Blíðskaparveður heilsaði motocross mönnum á Selfossi á laugardaginn þegar þeir mættu til leiks og allir voru í hátíðarskapi. Brautin var svo flott að hún myndi sæma sér vel í opnumyndi í Racer X. Formaðurinn bað Guðina um „traction-“ rigningu og var hann bænheyrður. Byrjað var á Unglingaflokki og fór hann vel fram, gríðarlega efni eru þessir strákar allir, Kári JHMson sýndi að hann er efni í meistara. Ishmael kom sterkur inn í B-flokkinn og sigraði með þéttum akstri. Í A-flokknum sýndi Raggi að hann er sýnd veiði en ekki gefin, seiglan og reynslan var notuð í botn. Annars segja tölurnar sýnu máli en þær má sjá hér.
Að lokum vill stjórn klúbbsins þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir gott starf. Flaggarar, keppnisstjórn, skoðarar, tímatökuhjónin, gröfukallar, dýnan á staurnum, áhorfendur fyrir klappið, þulurinn fyrir crap-ið (rímar næstum því) og allir hinir.

Úrslitin hafa verið birt hér

Úrslitin frá Selfossi

Vefstjóri var á ferðalagi um helgina og var því ekki að aðstöðu til að setja úrslitin strax inn. Ekki tók síðan betra við í morgun en hendin lenti beint undir hnífnum hjá einhverjum skurðlækni og er vefstjóri ný kominn heim. Síðar í dag eða kvöld mun vefstjóri, vopnaður annarri hendinni og pilluglasi, gera tilraun til að vinna upp úrslitin fyrir vefin og birta þau. Biðst vefurinn afsökunar á þessum töfum.

Bolalada