Vefmyndavél

Motocrosskeppnin á Selfossi

Blíðskaparveður heilsaði motocross mönnum á Selfossi á laugardaginn þegar þeir mættu til leiks og allir voru í hátíðarskapi. Brautin var svo flott að hún myndi sæma sér vel í opnumyndi í Racer X. Formaðurinn bað Guðina um „traction-“ rigningu og var hann bænheyrður. Byrjað var á Unglingaflokki og fór hann vel fram, gríðarlega efni eru þessir strákar allir, Kári JHMson sýndi að hann er efni í meistara. Ishmael kom sterkur inn í B-flokkinn og sigraði með þéttum akstri. Í A-flokknum sýndi Raggi að hann er sýnd veiði en ekki gefin, seiglan og reynslan var notuð í botn. Annars segja tölurnar sýnu máli en þær má sjá hér.
Að lokum vill stjórn klúbbsins þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir gott starf. Flaggarar, keppnisstjórn, skoðarar, tímatökuhjónin, gröfukallar, dýnan á staurnum, áhorfendur fyrir klappið, þulurinn fyrir crap-ið (rímar næstum því) og allir hinir.

Úrslitin hafa verið birt hér

Leave a Reply