Enduroskreppur

Næstkomandi laugardag, 20 júlí verður enduro skreppur VHS.  Ekið verður um nágrenni Reykjavíkur undir villtri leiðsögn Steina Tótu.  Ef veður leyfir verður grillveisla í boði VHS.  Mæting er klukkan 11 við Vélhjól og Sleðar (VHS) og lagt af stað þaðan.  Skreppurinn er tilvalin æfing fyrir enduro ævintýrið mikla sem verður síðustu helgina í ágúst í boði VHS.
Athugið að allar tegundir manna og hjóla eru velkomnar.  Menn/konur eru beðin um að skrá sig í ferðina með því að hringja í 587-1135.  Nauðsynlegt er að fjöldinn sé nokkurnveginn á hreinu svo nóg verði af mat.  Ekkert gjald – bara gleði.
2 stroke motocross hjól þurfa 5 lítra á bakið.

Bréf frá Tjalla

Vefnum hefur borist afrit af bréfi sem Steina Tótu barst í gær.

Steini,
It was a pleasure to help out – I saw your name in the results and was impressed, that’s a good ride.
We have Reynir Jonsson and Einar Sigurdarson coming over this weekend for either the Fast Eddy or the KWS International MX. They were going to race both but the Saturday Fast Eddy has been cancelled so it’s up to them to decide which they will do!
I’ll let you know how they get on!
All the best, Sean

Myndir

Fullt af flottum myndum frá motocrosskeppninni á Selfossi eru komnar inn á www.hondaracing.is

Lokun Ólafsvík

Motocross brautin í Ólafsvík verður lokuð frá og með mánudeginum 22.júlí kl.18.00 fram að keppni. Er þetta vegna mikilla breytinga á brautinni og viðhalds.  Bætt verður við um 300 metra kafla og 4-5 stökkpöllum. Startkaflinn verður breikkaður og fleira.  Mótocrossklúbbur Snæfellssbæjar

Ljóshraði

Þátturinn Ljóshraði verður sýndur í kvöld, um klukkan 19:45, rétt fyrir þáttinn Jackass.  Sýnt verður frá Valda Pastrana og Steina spreyta sig á sama stökkpalli og notaður var á árshátíð VÍK af Frederik.

Bolalada