Púkaæfingar

Haldnar hafa verið reglulegar æfingar við Lyklafell á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar.  Hinsvegar verður sú breyting að púkaæfingin flyst á Selfoss á þriðjudaginn. Athugið að svæðið þar hentar ekki þeim yngri.
VÍK hefur einnig fengið staðfestingu frá ÍBR þess efnis að við fáum tíma í Reiðhöllinni í Víðidal fyrir púkana næstkomandi vetur.
Nú er bara að mæta með púkana og leyfa þeim að fá útrás…  AR.

Suzuki liðið

Liðsstjóri Suzuki hefur hætt keppni vegna meiðsla. En eftir krass í Vestmannaeyjum hefur Þór átt við bakmeiðsl að stríða. Eftir cd skanna á Borgarspítalaunum kom í ljós gúlpur út úr einum hryggjaliðnum í mjóbaki. Mun það vera myndun á brjósklosi.
En maður kemur í manns stað. Nýr maður í Suzuki liðinu er Gylfi Freyr Guðmundsson. Gylfi er 16 ára gamall, mikið efni. Hann keppir í B flokki. Hann varð í 2. sæti í enduro Borgarnesi, 3 sæti motocross Vestmannaeyjum og 2. sæti Enduro Húsavík.
Suzuki liðið var yngsta liðið með meðalaldurinn 22,75 ár en er nú lang yngsta liðið með meðalaldurinn 18 ár. Það leikur engin vafi á að þarna fer lið framtíðarinnar. ÞÞ.

Reykjanesbær – Broadstreet

Umfjöllun og umsókn um notkun á gömlu motocross brautinni við Njarðvík (Broadstreet) var vísað til byggingafulltrúa, Heiðars Ásgeirssonar fyrir um mánuði síðan.  Vefurinn hafði samband við Heiðar á sínum tíma og var hann þá með nokkrar umsóknir inn á borði hjá sér um þetta sama svæði, frá mismunandi félögum (skotæfingar, paintball og fl.)
Sagði hann að ekkert mundi verða gert fyrr en heildarskipulag væri tilbúið fyrir svæðið og gæti það tekið 1-2 ár.
Hvað varðar hjólamenn, þá fór vefurinn fram á við Heiðar að hann hlutaðist til við að mæla með bráðabirgðaleyfi á næsta skipulagsfundi á þeim forsendum að engin hæfa væri að láta hjólamenn vera að þvælast út um fjöll og móa á Reykjanesinu, spólandi yfir bakgarða íbúa á sífelldum flótta undan lögreglunni..  Skynsamlegt væri af hálfu bæjaryfirvalda að veita bráðabirgðaleyfi meðan skipulag lægi ekki fyrir þannig að hægt væri að safna hjólamönnum á einn stað þar sem fyrir er braut og einhver regla komist á þessi mál, a.m.k. til bráðabirgða.
Eins og staðan er núna þá bíður vefurinn eftir að heyra frá Heiðari og vonast hann til þess að það gerist í dag.

Fast Eddy

Úrslitin frá Welsh two days og Fast Eddy eru komin inn á www.enduro.uk.com
Á laugardeginum (Welsh two days) náði Einar Sigurðsson 3 sæti, Karl Gunnlaugsson, 94 Sæti, Þorsteinn Marel 121 sæti og í 186 sæti var Helgi Valur Georgsson.
Er árangur Einars frábær og ekki spurning um að við íslendingarnir eigum fullt erindi erlendis með nokkra af okkar topp ökumönnum.
Á sunnudeginum náði KTM liðið ekki að taka þátt í Fast Eddy keppninni en Þorsteinn Marel náði frábærum árangri, eða 5 sæti í 250 flokknum.

Vefurinn að vakna

Vefurinn er að vakna til lífsins eftir nokkra daga stopula „hegðun“.  Vefstjóri hefur verið að leika sér „á löglegum rolluslóðum og með númer á hjólinu“ og því ekki verið límdur við tölvuskjáinn allan sólarhringinn.  Sú vinna sem unnin hefur verið undanfarið hefur verið í gegnum stopult GSM samband og því ekki til fyrirmyndar.  Vefstjóri er nú kominn í gott net-samband og mun það haldast í a.m.k. viku.  Fréttir af sportinu munu því birtast hraðar og það slen sem myndaðist á vefnum mun hristast af honum…. þangað til í þarnæstu viku.

60 manns skráðir

Alls eru 60 manns skráðir í motocross keppnina á Selfossi á laugardaginn.  32 eru skráðir í Meistaradeild og 28 eru skráðir í B deild.  Einhverjir af þessum 28 munu keppa í unglingaflokki en skráningarkerfinu hefur ekki verið breytt fyrir þennan nýja flokk.
Er þetta önnur keppnin til Íslandsmeistara á árinu en sú þriðja verður 27 júlí.  Fjórða og síðasta keppnin verður síðan 31 ágúst.
Búast má við mikilli spennu og miklum látum allan daginn.  Áhorfendur sjá keyrða 6 riðla.  Þrjá í Meistaradeild, tvo í B deild og einn í Unglingaflokki.

Bolalada