Ingvi Björn keppir í sænska meistaramótinu í dag

Ingvi Björn #19 akstursíþróttamaður ársins 2012 er að gera flotta hluti erlendis. Ingvi er staddur í Uddevalla, Svíþjóð þar sem fyrsta umferðin í sænska meistaramótinu fer fram, Ingvi komst í gegnum qualification race í gær þar sem hann varð í 11. sæti og komust 30 ökumenn inn í keppnina sem er í dag. Ingvi keppir fyrir KTM á Íslandi í MX2 flokknum á KTM 250 SXF 2013 árgerð.
Sænska mótaröðin er gríðalegt sterk og vita það flestir sem tengjast þessu sporti hvað svíarnir eru framalega, þeir eiga ökumenn í heimsmeistakeppninni, AMA supercross & motocross röðinni ásamt því sænska landsliðið endaði í tólfta sæti á Motocross of Nations í Belgíu 2012.

Það hafa nokkrir Íslendingar keppt í sænska meistaramótinu en óstaðfestar heimildir mínar segja mér það að aðeins tveir ökumenn hafa náð að keppa í aðalkeppnini, semsagt ná uppúr tímatökum eða tímatöku race-i og það eru þeir Ragnar Ingi Stefánsson sem keppti til margra ára í svíþjóð og Ingvi Björn. Hægt er að fylgjast með Ingva hér: MX-LIVE.SE / Hér eru myndir frá SM í svíþjóð: MXCarro.SE

Smá sprel og gleði í fyrramálið

Þar sem að fyrsta og önnur umferð í enduro var frestað þá ætlum við VÍK menn að mæta í fyrramálið og taka smá æfingu í Bolaöldu neðri slóðum.Tilgangurin er fyrst og fremst að prufa endurotímatökukerfið sem er búið að vera uppfæra,og einnig bara að fá góða Klaustursæfingu.Það eru allir velkomnir.

Endilega kíkið inn á þennan Facebook link og meldið ykkur inn.

https://www.facebook.com/#!/groups/329651670412247/

 

Bolaöldusvæðið, OPNUM SLÓÐAKERFIÐ.

Það var svakalega gaman hjá þeim sem mættu við opnun Bolaöldubrautar í dag. Þeir gæddu sér líka á gómsætum pylsum og svaladrykk ásamt því að skemmta sér vel. Brautin var líka í þessu fína standi. Geggjað gaman.

SLÓÐAKERFIÐ OPNAR Á MORGUN. Já þið lásuð rétt, HLUTI af slóðkerfinu opnar á morgun. Það sem við köllum neðri hlutatan af slóðasvæðinu opnar, það eru slóðarnir sem liggja út frá brautinni. Vinsamlegast athugið!!!!!!!!!

  1. Ekki keyra út fyrir slóðana, þetta er enduro, þó að það komi smá drulla eða snjór þá er það áskorun, ekki hindrun.
  2. Ekki fara í Bruggaradalinn, það er bannað hann er LOKAÐUR.
  3. EKKI FARA MIÐALSAUS Í SLÓÐAKERFIÐ, það kostar sama í slóðana og í brautirnar. Er ekki bara málið að kaupa sér árskort? Það kostar hvort sem er ekki nema 12.000kr með félagsgjöldunum, sumir myndu kalla það gjöf en ekki gjald. En við köllum þetta reyndar tilraun til að efla hjólamennskuna.
  4. Þeir sem það vilja, meiga fara í Jósefsdalinn en þar er slatti af snjó, eins og áður sagði, það er áskorun 🙂

Bolaöldubraut OPNAR á fimtudag 09.05. kl 12:00.

Loksins gaf kuldaboli sig.

Opnum með pomp og prakt. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svaladrykk með, ef veðrið leyfir.

Minnum á að það verða allir verða að vera með miða eða árskort. Sjá upplýsingar um árskort HÉR: Við verðum með eftirlit á því.

 

Því miður er slóðasvæðið enn LOKAÐ vegna aurbleytu.

Róbert Knasiak og félagar hafa verið að græja og gera í vatnsveitumálunum hjá okkur. Þeir kláruðu verkið að mestu í kvöld og framvegis ættum við ekki að vera í vandræðum með vatn á svæðinu. Þeir hafa lagt mikla vinnu í að gera þetta vel og vandað, þökkum þeim kærlega fyrir gott verk.

Bolaöldubrautir.

Skyldi verða hægt að opna Bolaöldubraut á fimmtudag?

Það skýrist á morgun.

En slóðakerfið verður ekki opnað strax. Þar er enn snjór og mikil drulla.

Krakkaæfingar byrja á morgun!

Á morgun mánudag byrja sumaræfingar árið 2013. Nánar hér: http://www.motocross.is/2013/04/sumaraefingar-vik-msi-styrkir-aefingarnar-og-arskort-fyrir-foreldri-fylgir/

Bolalada