Sumaræfingar VÍK – MSÍ styrkir æfingarnar OG árskort fyrir foreldri fylgir

Motocross námskeiðin hjá VÍK byrja mánudaginn 6. maí. Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Hrafnkelsson sjá um þjálfun en þeir eru komnir með mikla reynslu á þessu sviði og hafa þeir þjálfað í að verða tíu ár. Kennslan verður með svipuðu sniði og síðasta ár, æfingar verða tvisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum.

Þjálfararnir í tvímenning í enduro
Þjálfararnir rétt fyrir start í tvímenning í enduro í síðustu umferðinni í Bolaöldu 2012

MSÍ styrkir æfingar félagsins fyrir börn og unglinga. VÍK leggur mikla áherslu á að efla barna og unglingastarf. Sumaræfingar félagsins kosta einungis 25.000 kr. fyrir allt sumarið (í stað 40.000 kr. í fyrra) en þetta er mögulegt með því að styrk frá MSÍ en sambandið styrkir félagið fyrir hvern iðkanda til að efla uppbyggingu í sportinu.Skráningu fylgir að AUKI frítt árskort fyrir foreldri Foreldri iðkanda 16 ára og yngri skráðum á sumaræfingar hjá VÍK fær árskort frá félaginu. Þannig að nú er því engin ástæða til að fara ekki með krakkana að hjóla og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan junior er á æfingu.

Þú skráir soninn/dótturina á æfingar á www.motocross.is með því að fara inn á Félagakerfið hér:

Nánari upplýsingar frá þjálfurunum:
Námskeiðið er alhliða mótorhjólanámskeið fyrir krakka sem keyra bæði motocross og enduro. Motocross námskeiðin hafa verið til staðar síðustu ár, en okkur hefur fundist vanta aðeins upp á þessi námskeið, það eru ekki allir sem vilja bara læra motocross. Námskeiðið er eitthvað sem hentar öllum, burt séð frá því hvað krakkarnir gera eða á hvaða aldri þeir eru. Við leggjum allan okkar metnað í það að búa til réttar æfingar fyrir hvern og einn sem kemur í þjálfun til okkar.

Það er mjög mikilvægt að æfingarnar séu gerðar rétt og að réttar æfingar séu framkvæmdar. Ef æfingarnar eru ekki gerðar rétt eykur það líkurnar á meiðslum og kemur í veg fyrir að settum árangri verði náð. Eitt af því sem við leggjum upp úr á þessu námskeiði er að æfingarnar séu gerðar rétt.

85/150 flokkur

Æfingar fyrir 85 cc flokkinn (85 2t / 150 4t) eða aldurinn 10-16 ára. Farið verður í helstu grunnatriði í hjólatækni s.s. líkamsbeitingu, beygju og bremsutækni, stökkæfingar, öryggi í brautum og almenna umgengni við hjólið og aðra ökumenn.

50-65 flokkur
Æfingar fyrir minnstu púkana á 50-65 cc hjólum eða aldurinn ca 4-10 ára. Þessi hópur fær létta leiðsögn sem byggir mikið á því að gera hjólið að skemmtilegu leiktæki. Áhersla verður á öryggi og að ökumaðurinn læri vel á öll grunn- og öryggisatriði hjólamennskunnar áður en lengra er haldið ásamt því að fara yfir líkamsbeitingu, bremsutækni og flr.

Allar æfingar fara fram í Bolaöldu.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.

Þjálfun er viðurkennd sem ein besta, þægilegasta og fljótlegasta leiðin til að komast í takt við hjólið eða brautina . Það er aðhaldið sem fólk sækir í, skipulagningin í æfingunum, og kennsla á hjólinu. Það er það sem VÍK & MSÍ færir þér.

Það er sannað að fólk nær allt að helmingi meiri árangri, á mun skemmri tíma, í æfingum með aðstoð þjálfara. Það er sama hvaða markmið þú hefur, góð skiplagning og stuðningur er alltaf undirstaðan að árangrinum

Þú greiðir árs og félagsgjaldið og skráir afkvæmið á æfingar á www.motocross.is með því að fara inn á Félagakerfið hér:

Skildu eftir svar