Félagsskírteini og árskort á leið í póst

Fyrsti skammtur af félagsskírteinum og árskortum fór í póst í dag en framvegis munu allir sem greiða félagsgjald og árskort fá þau send í pósti. Félagsgjaldið er ekki nema 5000 kr. og árskort sem gildir í bæði motocross og endurobrautir félagsins og veitir afnot af allri þjónustu félagsins er aðeins 7000 kr. að auki. Nú kostar orðið í enduroslóðana í Bolaöldu og því er árskortið enga stund að borga sig. Félagsskírteinið veitir að auki afslátt hjá fjölmörgum samstarfsaðilum – nánar um það hér

Hægt er að borga félagsgjaldið og árskortið í gegnum vefinn með korti HÉR eða millifæra á reikning félagsins og láta okkur vita með pósti á vik@motocross.is

Svæðin opna vonandi á næstu dögum þegar jörð þiðnar en undirbúningur er kominn vel af stað – líf og fjör!

Skildu eftir svar