Æfingar í kvöld

Minnum á æfingarnar sem að byrja í kvöld á svæðinu okkar við Bolöldu. Aron Berg Pálsson verður með fyrstu æfinguna og svo verður Gunnlaugur ásamt Helga Má mættir næstkomandi miðvikudag. Hlökkum til að sjá ykkur.

Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

Nú þegar 1. umferð á Íslandsmótinu í Motocrossi er lokið þá er undirbúningur fyrir 1. umferð Enduro CC í fullum gangi hjá Enduronefnd Vík ásamt heimamönnum. Það er að mörgu að hyggja hjá okkur VÍK mönnum þennan mánuðinn, en klúbburinn stendur fyrir 3 keppnum í þessum mánuði.
Lokahönd á merkingu Brautarinnar að Flúðum verður lögð núna í vikunni og svo er bara eftir að semja við veðurguðina góðu um að sannkallað Flúðaveður verði á keppnisdag.
Landið sem keppt er í tilheyrir bæ sem heitir Reykjadalur og er um 7-8 km frá Flúðum.
Það er okkar von í stjórn VÍK að framtak þetta hjá Flúðastrákunum að fá þetta land undir keppnina verði gott innlegg í keppnishaldið í Enduro CC þar sem að gott keppnisland er forsenda þess að keppnirnar verði skemmtilegar og spennandi fyrir alla.
Við viljum minna fólk á að skrá sig tímanlega á msisport.is. Skráningarfresturinn er til 21:00 núna á þriðjudagskvöldið, annað kvöld, og við hvetjum sem flesta hjólara til að vera með í þessu. Þessi keppni er tilvalin upphitun fyrir þá fjölmörgu sem ætla að vera með á Klaustri 27. Maí.
Meðfylgjandi video sýnir hluta brautarinnar sem keppt er í að Flúðum.
Lesa áfram Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

VÍFA kaupir traktor af VÍK

Ólafur Gíslason ( VÍK ) og Jóhann Pétur ( VÍFA ) að handsala kaupin á traktornum.

VÍFA klúbburinn á Akranesi hefur fest kaup á gamla taktornum sem VÍK átti. Traktorinn þurfti orðið töluvert viðhald og VÍK hafði ekki aðstöðu til að gera hann upp. En innan raða VÍFA eru grjótharðir viðgerðarmenn sem hafa legið í viðhaldi á traktornum undanfarið. Kaupin voru formlega hansöluð 1.Maí þar sem VÍFA hafði greitt traktorinn að fullu. Traktorinn hefur þegar verið í mikilli notkun í Akrabraut og komið sér vel. VÍK óskar VÍFA til hamingju með traktorinn og vonast til að hann reynist klúbbnum jafnvel og hann reyndist VÍK. Gamli taktorinn er gulls ígildi á Skaganum.

Viktor sigraði í Bolaöldu

Viktor Guðbergsson tryggði sér sigur í fyrstu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi í dag. Hann og Aron Ómarsson unnu sitthvort motoið en þar sem Viktor vann seinna motoið, vann hann sigur í keppninni. Ríkjandi Íslandsmeistari, Eyþór Reynisson, féll af hjólinu í fyrra motoinu og tognaði á öxl en í fyrstu var óttast um að hann hafi viðbeinsbrotnað.

Ingvi Björn Birgisson sigraði í MX-Unglinga svo keppti hann einnig í MX2 flokknum og vann hann einnig. Hann varð 4. í MX-Open.

Hér eru úrslit frá í dag.

MX-Open

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Aron Ómarsson
  3. Kári Jónsson
  4. Ingvi Björn Birgisson
  5. Sölvi Borgar Sveinsson
  6. Hjálmar Jónsson
  7. Bjarki Sigurðsson
  8. Kjartan Gunnarsson
  9. Björgvin Jónsson
  10. Daði Erlingsson

Lesa áfram Viktor sigraði í Bolaöldu

MX Bolaöldu 5.5.2012.

Þá er komið að því, keppnin er á morgun, Laugardag.

Til að allt gangi upp á keppnisdegi þarf ýmislegt að vera á hreinu.

Keppendum/ aðstandendum er skylt að skaffa mannesku í flöggun. Einungis er um að ræða flöggun tvisvar yfir daginn. Flöggunarpappírum er útdeilt við skoðun.

Hafa skráningarplötur/ skírteini og tryggingarpappíra  meðferðis í skoðun. Munið eftir því að í skoðun skal hjól vera í lagi, legur, plöst, handföng. Gott væri ef fólk er með keppnisreglur á hreinu sjá HÉR. Ekki má heldur gleyma góða skapinu. Ekki væri nú verra að keppendur prentuðu út þátttökuyfirlýsinguna og kæmu með hana útfyllta. Aldrei verður of oft minnt á að dagskrána er gott að hafa við hendina.

Síðan þurfa allir að vera tilbúnir í að aðstoða til að allt gangi eins og smurð vél. Ekki gleyma að hvetja keppendur það gefur svo mikið aukalega.

Gaman saman. Keppnisstjórn VÍK.

Selfoss opnar klukkan 16

Motocrossbrautin okkar hér á Selfossi mun opna á morgun (föstudag) klukkan 16:00 eftir miklar breytingar og mun nýji kaflinn vera með í opnuninni. Miðar seldir í pylsuvagninum, 1000kr fyrir félagsmenn og 1500 fyrir utanfélagsmenn. Það er á ábyrgð hvers og eins hvernig miða hann/hún kaupir sér… ekki svindla því það er brottrekstrarsök.

Bolalada