Vefmyndavél

Árskort og opnunartímar

Ný verðskrá var samþykkt á stjórnarfundi í VÍK um daginn og lækka árskortin um 2000 krónur frá því í fyrra.
Sala árskortana hefst hér með (smellið á lesa meira) og þau gilda alla daga eftir auglýstum opnunartíma hér á síðunni. Verð fyrir stórt hjól er 22.000 krónur og verð fyrir lítið hjól er 10.000 krónur.
Kortin verða send í pósti til viðkomandi þannig munið að skrifa rétt heimilisfang eftir að hafa greitt. Þeir sem vilja nýta sér fjölskylduafsláttinn þurfa að hafa samband við birgir@prent.is
Nánari upplýsinar um brautirnar er að finna undir BRAUTIR í valmyndinni í hausnum hér á síðunni.

Verðskrá 2012:

 • Árskort stórt hjól 22.000 kr.
 • Árskort lítið hjól: 10.000
 • Dagskort í krossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
 • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
 • Dagskort í krossbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.500 kr.
 • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.
 • Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

 • Þriðjudagar 16-21
 • Fimmtudagar 16-21
 • Laugardagar 10-17
 • Sunnudagar 10-17
 • Opið mánudaga og miðvikudaga fyrir æfingahópa 16-21.
 • Endúróbrautir eru alltaf opnar.
 • Ef aðstæður leyfa geta menn mætt á öðrum tímum og hjólað með leyfi Garðars s. 866 8467
 • Nýjung: Límmiði á hjálma fylgir hverju félagsgjaldi – félagsmenn setja límmiða á hjálminn og fá frítt í alla slóða á Bolaöldusvæðinu.

  Afslátturinn er veittur við kaup af fleiri en einu korti: Verðdæmi
  Ef keypt eru 3 kort –
  afsláttur af öllum kortum 10%
  2 kort = 5 % afsláttur
  3 kort = 10% afsláttur
  4 kort = 15% afsláttur Stórt hjól 22.000 kr.
  Lítið hjól 10.000 kr.
  Lítið hjól 10.000kr.
  Samtals 42.000 kr.
  afsláttur -4.200 kr.
  Þú greiðir 38.800

  Árskort í brautir VÍK árið 2012
  Gildir til 28.febrúar 2013

  Skrifið nafn, kennitölu og heimilisfang í Athugasemdir á næstu síðu (eftir að hafa ýtt á GREIÐA)

  Stórt hjól 2012
  22.000 ISK

  Árskort í brautir VÍK árið 2012
  Gildir til 28.febrúar 2013

  Skrifið nafn, kennitölu og heimilisfang í Athugasemdir á næstu síðu (eftir að hafa ýtt á GREIÐA)

  Lítið hjól 2012
  10.000 ISK

  4 comments to Árskort og opnunartímar

  • GK

   Það þarf líka að biðja þá sem selja miðana á Olís að fylgjast með þessu, ætti maður ekki að þurfa sýna félagskirteini til að fá miðann á 1.200.- ?

  • Björn

   Hvar fær maður síðan límmiðan sem fylgir félagsgjaldinu?

  • Góð spurning með límmiðann, fær maður hann sendan í pósti eða ….

  • Sælir, það er ekki alveg niðurneglt. Þeir verða líkast til sendir í pósti en mögulega afhentir í Bolaöldu hjá Garðari. Kv. Keli

  Leave a Reply