Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Kreppukeppni í Þorlákshöfn

Ungmennafélagið ÞÓR / vélhjóladeild stendur fyrir motocross bikarmóti í Þorlákshöfn laugardaginn 29.11. Keppt verður í 85cc flokki, kvennaflokki, unglingaflokki, B-flokki, +40 ára flokki og MX Open. Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.msisport.is.

Keppnin ber nafnið „Kreppukeppni“ og vill félagið í Þorlákshöfn létta hjólamönnum og -konum lundina en keppnisgjaldið er aðeins 2.000 kr. Notast verður við tímatökubúnað MSÍ þannig að allir keppendur þurfa að mæta með tímatökusenda. Nánari dagskrá mun birtast eftir helgi en mikil spenningur er fyrir keppninni enda um mjög skemmtilega keppnisbraut að ræða.

Keppnisdagatal ársins 2009

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 17. Janúar Íslandsmót Mývatn AM
Ís-Cross 14. Febrúar Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 28. Febrúar Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. KKA/WSPA
Ís-Cross 14.Mars Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 14. Mars Íslandsmót Mývatn /WSPA
Snocros 4. Apríl Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. /WSPA
Snocros 25. Apríl Íslandsmót Egilsstaðir /WSPA
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Systkyni akstursíþróttamenn ársins

Systkynin Jónas og Signý Stefánsbörn voru í dag valin akstursíþróttamenn ársins á lokahófi MSÍ. Jónas var Íslandsmeitari í meistaraflokki í snjócrossi og náði einnig ágætum árangri bæði í motocrossi og enduro. Signý varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í motocrossi. Hér má sjá móður þeirra með hluta af þeim verðlaunagripum sem hún tók á móti fyrir þeirra hönd í dag. Þau systkyni verða fulltrúar MSÍ þegar valin verða íþróttamaður og íþróttakona ársins um áramótin.

GTT keppnin á Langasandi

Jæja nú er keppnin afstaðin og gekk bara hrikalega vel. Enginn alvarleg slys áttu sér stað og þurfti ekkert að nota sjúkrabílinn eins og í fyrri keppnum. Veðrið var hreint út sagt frábært þó svo að það hafi verið smá kuldi en sannir Íslendingar láta það nú ekki stöðva sig og var held ég bara hin ágætasta mæting. Fólk sem var að viðra hundana sína var áberandi meðal áhorfenda og greinilegt að þessi keppni er að vekja athygli meðal Skagamanna. En þeir sem ekki sáu sér fært að koma að horfa á og fyrir þá sem voru að keppa og vilja eiga minningar um keppnina að þá eru örugglega til um meira en 1000 ljósmyndir af þessari keppni vítt og dreift um netið og t.d. nefna motosport, mxsport og dalla ljósmyndara. Svo varð ég var við að Sindri og Binni Morgan limir og voru að þvælast með upptökuvél útum allabrautina og má því búast við að eitthvað skemmtilegt video eigi eftir að enda inná heimasíðu þeirra morgan.is.

Tekið af www.vifa.is (mynd Dalli)

Lesa áfram GTT keppnin á Langasandi

Niðurstaða lyfjaeftirlits í Motocrossi

Niðurstaða lyfjaeftirlits sem framkvæmt var á Íslandsmótinu í Moto-Cross sem fram fór í Bolaöldu þann 31. ágúst síðastliðinn liggja nú fyrir. Engin efni af bannlista fundust í sýnum íþróttamannanna fjögurra sem boðaðir voru í próf.

Lyfjanefnd ÍSÍ mætti á keppnina og boðaði eftirfarandi keppendur í lyfjapróf.
Aron Ómarsson #66
Einar Sverrir Sigurðarson #4
Ragnar Ingi Stefánsson #0
Valdimar Þórðarson #270

kveðja,
Moto-Cross & Enduro nefnd MSÍ