GTT keppnin á Langasandi

Jæja nú er keppnin afstaðin og gekk bara hrikalega vel. Enginn alvarleg slys áttu sér stað og þurfti ekkert að nota sjúkrabílinn eins og í fyrri keppnum. Veðrið var hreint út sagt frábært þó svo að það hafi verið smá kuldi en sannir Íslendingar láta það nú ekki stöðva sig og var held ég bara hin ágætasta mæting. Fólk sem var að viðra hundana sína var áberandi meðal áhorfenda og greinilegt að þessi keppni er að vekja athygli meðal Skagamanna. En þeir sem ekki sáu sér fært að koma að horfa á og fyrir þá sem voru að keppa og vilja eiga minningar um keppnina að þá eru örugglega til um meira en 1000 ljósmyndir af þessari keppni vítt og dreift um netið og t.d. nefna motosport, mxsport og dalla ljósmyndara. Svo varð ég var við að Sindri og Binni Morgan limir og voru að þvælast með upptökuvél útum allabrautina og má því búast við að eitthvað skemmtilegt video eigi eftir að enda inná heimasíðu þeirra morgan.is.

Tekið af www.vifa.is (mynd Dalli)


Skildu eftir svar