Vefmyndavél

Systkyni akstursíþróttamenn ársins

Systkynin Jónas og Signý Stefánsbörn voru í dag valin akstursíþróttamenn ársins á lokahófi MSÍ. Jónas var Íslandsmeitari í meistaraflokki í snjócrossi og náði einnig ágætum árangri bæði í motocrossi og enduro. Signý varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í motocrossi. Hér má sjá móður þeirra með hluta af þeim verðlaunagripum sem hún tók á móti fyrir þeirra hönd í dag. Þau systkyni verða fulltrúar MSÍ þegar valin verða íþróttamaður og íþróttakona ársins um áramótin.

Leave a Reply