Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Klaustur 2013 ráslisti.

Fannst ykkur ekki gaman í fyrra?

K6 Afkvæmaflokkur 87 Márus Líndal Hjartarson Hrafn Guðlaugsson
K6 90+ flokkur 88 Elvar Kristinsson ???
K6 Tvímenningur 89 Hilmar Már Gunnarsson Ingimar Alex Baldursson
K6 Þrímenningur 90 Hallfreður Ragnar Björgvinsson Sturla Jónsson Andri Valgarðsson
K6 Kvennaflokkur 91 Aníta Hauksdóttir Karen Arnardóttir
K6 Járnkallinn 92 Þröstur Júlíusson
K6 Tvímenningur 93 Brynjar Örn Áskelsson Baldur Pálsson
K6 Afkvæmaflokkur 94 Jökull Atli Harðarson Hörður Hafsteinsson
K6 Tvímenningur 95 Guðni Guðjónsson Svavar Máni Hannesson
K6 Tvímenningur 96 Jón Steinar Guðlaugsson Björgvin Andri Garðarsson
K6 – Para-hjónaflokkur 97 Guðmundur Óli Gunnarsson Magnea Magnúsdóttir
K6 Járnkallinn 98 Ernir Freyr Sigurðsson
K6 Tvímenningur 99 Aðalsteinn Ingi Jónsson Trausti Guðmundsson
K6 Tvímenningur 100 Bjarni Valsson Sveinn Bjarni Magnússon
K6 Tvímenningur 101 Davíð Óskar Davíðsson Guðjón Garðar Steinþórsson
K6 Tvímenningur 102 Magnús Árnason Júlíus Arnar Birgisson
K6 Tvímenningur 103 Hjálmar Jónsson Björgvin Jónsson
K6 Tvímenningur 104 Ástráður Ási Magnússon Ívar Karl Hafliðason
K6 Tvímenningur 105 Michael Benjamín David Viðir ingi Ívarsson
K6 Tvímenningur 106 Atli Már Magnússon Ludo Masuir

Klaustur 2013 Ráslisti.

Eru allir búnir að skrá sig? Það styttist í lokun fyrir skráningu.

K6 Tvímenningur 107 Sigurður Þorsteinsson Egill Sigurjónsson  
K6 Tvímenningur 108 Einar Þór Jóhannson Andri Austmann Guðmundsson
K6 Tvímenningur 109 Erling Valur Friðriksson Óskar Þór Gunnarsson
K6 Járnkallinn 110 Halldór Rúnar Magnússon
K6 Afkvæmaflokkur 111 Baldvin Þór Gunnarsson Gunnar Valur Eyþórsson
K6 – Para-hjónaflokkur 112 Kolbrún Eydís Ottósdóttir Sveinbjörn Höskuldsson
K6 Afkvæmaflokkur 113 Gunnar Björnsson Andri Már Gunnarsson
K6 Afkvæmaflokkur 114 Gunnar Óli Sigurðsson Sigurður Ingi Bjarnason
K6 Tvímenningur 115 Loftur Guðni Matthíasson Björgvin Atlason
K6 Tvímenningur 116 Robert Knasiak ???
K6 Þrímenningur 117 Ólafur Páll Sölvason Ásgeir Ásgeirsson Björn Þorri Viktorsson
K6 Járnkallinn 118 Michal Jan Mielcarek
K6 Tvímenningur 119 Kári Tómasson Tómas Kárason
K6 Járnkallinn 120 Eiríkur Rúnar Eiríksson
K6 Tvímenningur 121 Kristján Ingi Jóhannsson Geir Ómar Arnarson
K6 Þrímenningur 122 Ragnar Ingi Stefánsson Reynir Jónsson Þorvarður Björgúlfsson
K6 Tvímenningur 123 Ástþór Reynir Guðmundsson ???
K6 Tvímenningur 124 Birgir Jónsson Sigurður Villi Stefánsson
K6 Járnkallinn 125 Heiðar Már Árnason
K6 Tvímenningur 126 Geirharður Snær Jóhannsson Magnús Þór Jóhannsson
K6 Tvímenningur 127 Guðmundur Bjarni Pálmason Örn Hólm Þorbergsson

Þá er komið að því. Klaustur 2013 Ráslisti.

Við munum telja frá öftustu línu. Birtum ca 20 nöfn á dag. Skráðir keppendur 23.04. 2013

eru 301.   Skráning í keppnina lýkur 01.05.2013.  Vinsamlega athugið hvort að þið séuð skráð í réttan flokk!!!!!

K6 Tvímenningur 127 Guðmundur Bjarni Pálmason Örn Hólm Þorbergsson
K6 Járnkallinn 128 Róbert Magnússon
K6 Tvímenningur 129 Vignir Már Sigurðsson Sigurður Heiðar Sigurðsson
K6 Tvímenningur 130 Pétur Gauti Hreinsson Sigurður Heiðar Pétursson
K6 Járnkallinn 131 Atli Már Guðnason
K6 Afkvæmaflokkur 132 Jóhannes Ingi Kolbeinsson Högni Steinn Jóhannesson
K6 Tvímenningur 133 Eysteinn Jóhann Dofrason Haukur Guðmundsson
K6 Járnkallinn 134 Símon Hreinsson
K6 90+ flokkur 135 Pétur Þorleifsson Þór Þorsteinsson
K6 Tvímenningur 136 Jóhann Arnarson ???
K6 Járnkallinn 137 Auðun Ingi Ernisson
K6 Járnkallinn 138 Guðmundur Tryggvi Ólafsson
K6 Þrímenningur 139 Daniel Slawomir Wandachowicz Styrmir Sigurðsson Sigurþór Ragnarsson
K6 Tvímenningur 140 Davíð Örn Ingason Árni Gunnar Haraldsson
K6 Járnkallinn 141 Aron Arnarson
K6 90+ flokkur 142 Jóhann Björgvinsson Sævar Birgisson
K6 Tvímenningur 143 Guðjón Leví Traustason Trausti Guðjónsson
K6 Tvímenningur 144 Óskar Ingvi Sigurðsson Árni Sigfús Birgisson
K6 Tvímenningur 145 Daníel Karlsson Sigurður Ágúst Sigurðsson
K6 Tvímenningur 146 Hreinn Heiðar Halldórsson Benedikt Þórður Jakobsson
K6 Járnkallinn 147 Oddur Jarl Haraldsson

Enduro Klaustur 2013.

Skráningin er þegar farin fram úr okkar björtustu vonum. Hvetjum alla til að skrá sig tímalega, já eiginlega strax. Annars verður allt uppselt áður en helgin er liðin.

Þökkum kærlega fyrir góðar viðtökur, þetta hvetur okkur til enn frekari  dáða.

Viljum þó taka eitt fram!!!! Ógeidd félagsgjöld þýðir að viðkomandi er ekki að taka þátt í Klausturskeppninni. Gangið frá félagsgjöldum í ykkar klúbb sem fyrst til að forðast vandræði.

Góður kynningarfundur í gær vegna Klausturs 2013

IMG_0305Kynningarfundur fór fram í gær vegna Klausturs 2013 og var hann ágætlega sóttur.  Í upphafi fundar fór Geir Gunnar Magnússon næringafræðingur yfir mataræði almennt og sérstaklega fyrir íþróttafólk og var margt áhugavert sem koma þar fram.  Síðan var fyrirkomulag keppninnar sem fer fram 25 maí kynnt ásamt flokkum og skráningu.  Fjölgað hefur verið verulega í flokkum og er það gert til að reyna að skapa aukna stemmingu á staðnum og einnig fyrir keppninni.  Verður t.d. hjóna/paraflokkur (Einar púki og Gunni painter verða koma með staðfest vottorð um sambúð ef þeir ætla að keppa í þessum flokki :)).  Einnig á að reyna á að laða fram gamlar tuggur sem leynast inn í skúrum landsmanna og verður sérflokkur fyrir hjól sem eru 15 ára og eldri.  Verður það meira í skemmtiformi og „keppir“ sá flokkur á undan aðalkeppninni og er um að gera fyrir aðila sem eiga slík hjól að mæta með þau og sýna á staðnum, en nánar um það síðar.

Skráning í keppnina hefst kl.20:00 að íslenskum staðartíma föstudaginn 1 mars og fer skráningin fram á vef MSÍ, www.msisport.is.  Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og verður áfram miðað við 400 keppendur í það heila óháð fjölda liða, m.ö.o. einungis 400 keppendur fá að taka þátt.  Er það gert að beiðni landeiganda sem telur að svæðið beri ekki fleiri keppendur og virðum við það að sjálfsögðu.  Meginreglan við skráningu er sú að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR en þó með þeirri undantekningu að VÍK áskilur sér rétt til að endurraða á ráslínu í fyrstu tvær til þjár línurnar ef þarf og verður það eingöngu gert af öryggis sjónarmiði. Það er engin verðbólga í gangi hjá VÍK og verður keppnisgjaldið óbreytt frá árinu 2012 og verður AÐEINS kr. 13.000 á hvern keppenda.  M.ö.o. ef þú ert einn að þá borgar þú 1 x 13.000 kr., ef það eru tveir í liði að þá er borgað 2 x 13.000 kr. o.s.frv.  Fyrir þá sem eru orðnir ryðgaðir að skrá sig í gegnum MSÍ, að þá er hægt að skoða ferlið hér en þarna eru líka leiðbeiningar fyrir nýja aðila sem EKKI hafa notað þetta kerfi áður og þurfa að stofna sig inn í FELIX.  ATH! að nóg er að einn liðsfélagi sé með aðgang og getur hann þá skráð hina sem ekki eru með aðgang að FELIX kerfinu en hann getur eingöngu skráð sig og sitt lið.

Við viljum benda væntanlegum þátttakendum á að til þess að skráning verði gild, þarf sá að vera búin að greiða félagsgjaldið í sitt félag/klúbb og verður það kannað eftir skráningu hvort svo sé.  Búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda á vefnum hjá VÍK og nýjung í boði þar fyrir félagsmenn sem kynnt verður sérstaklega í annari tilkynningu/frétt.  Að lokum viljum við bara segja, „gangi ykkur vel og sjáumst hress á Klaustri 25 maí“

Breytt dagskrá og tímataka í ískrossinu um helgina

20130227_103712Eins og flestum mun ljóst er afar dræm þátttaka í Íslandsmeistaramótinu í Íscrossi um næstu helgi, þrátt fyrir að aðstæður séu með allra besta móti. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og MSÍ hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að keyra ekki tímatökur í mótinu, þar sem keppnisgjöld standa ekki undir kostnaði. Keppnisfyrirkomulagið verður því með sama sniði og á Akureyri í 1. umferðinni, en haldið verður utanum stigagjöf til Íslandsmeistara. Í þessu ljósi hefur Akstursíþróttafélagið tekið ákvörðun um að keyra báðar umferðirnar á laugardag, samkvæmt meðfylgjandi tímaplani.

 Kveðja úr Mývatnssveit

Dagskráin er hér: Lesa áfram Breytt dagskrá og tímataka í ískrossinu um helgina