Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Klaustur 2005, nokkur atriði til umhugsunar – LESIÐ ALLT

a)       
Í
tímatökubílnum verður einum tölvuskjá stillt við bílstjóragluggann.  Þessi skjár sýnir stöðu hvers keppanda
jafnóðum og þeir koma í mark.  Sýnir
hann í hvaða sæti keppandinn er, á hvaða tíma hann fór síðasta hring og hversu
lengi hann er búinn að keyra.  Þetta
er og verður eina leiðin til að fylgjast með stöðu keppenda. Skjárinn inniheldur síðustu 10-15 keppendur þannig að menn verða að vera tiltölulega snöggir að kíkja á skjáinn áður en nafn viðkomandi scrollar út af honum.

Lesa áfram Klaustur 2005, nokkur atriði til umhugsunar – LESIÐ ALLT

Klaustur 2005

{mosimage}
Á morgun 20.april hækkar keppnisgjaldið fyrir Klaustur í 6000 á mann. Munið að skrá niður KENNITÖLU KEPPANDA í skýringu fyrir millifærslu á reikning 317-26-180502 
kt.  151163-2549. Ekki verður tekið við greiðslu á keppnisstað. Ef einhverjir eru hættir við að keppa, en eru enn skráðir, þá endilega láta vita svo að hægt sé að taka inn menn af biðlista. Rásnúmer verða birt fljótlega.
Lesa áfram Klaustur 2005

3rd Transatlantic Offroad Challange til umfjöllunar

Vefnum barst ábending um að fjallað er um Klausturskeppnina í nýjasta Dirt Bike Rider (www.dirtbikerider.com) og í Race MC-Sport frá Svíþjóð (www.racemcsport.com). Umfjöllunin er í blöðunum sjálfum, og er enn ein fjöður í hattinn fyrir keppnina, og vekur enn meiri áhuga erlendis.

Olísssport um daginn

Guðni í Púkanum sendi okkur upptöku frá því þegar þeir í Olissporti sýndu frá Klaustri um daginn. Þetta er frekar lítil upplausn, eins og hann segir sjálfur…. sjá video