Vefmyndavél

Klaustur 2005, nokkur atriði til umhugsunar – LESIÐ ALLT

a)       
Í
tímatökubílnum verður einum tölvuskjá stillt við bílstjóragluggann.  Þessi skjár sýnir stöðu hvers keppanda
jafnóðum og þeir koma í mark.  Sýnir
hann í hvaða sæti keppandinn er, á hvaða tíma hann fór síðasta hring og hversu
lengi hann er búinn að keyra.  Þetta
er og verður eina leiðin til að fylgjast með stöðu keppenda. Skjárinn inniheldur síðustu 10-15 keppendur þannig að menn verða að vera tiltölulega snöggir að kíkja á skjáinn áður en nafn viðkomandi scrollar út af honum.

b)       
Menn fá úthlutaðri nálgunarbólu á laugardagsmorgninum í tjaldinu við
endahlið frá kl. 8 til 11.  Bólunum
skal skila að keppni lokinni á sama stað.

c)       
Nálgunarbólan er úr plasti (tala með þvermál=3cm) og með litlu loftneti
inn í sér.  Keppendur bera sjálfir
ábyrgð á að hugsa vel um hana því ef hún bilar þá er pottþétt að menn tapa tíma
þar sem það gæti tekið 10-15 mínútur að lagfæra þetta, jafnvel lengri
tíma.

d)       
Nálgunarbólan hefur bilað áður og er ástæðan alltaf sú sama.  Bólan fær högg á sig.  Í fyrra á Klaustri þá voru nokkrir sem
festu nálgunarbóluna við járnsylgju sem var síðan færð á milli hjóla.  Við þetta slóst bólan utan í stýrið eða
það sem sylgjan var fest við og voru allar þessar bólur ónýtar á fyrsta eða
öðrum hring.

e)       
Með aukinni sjálfvirkni þá verður mjög erfitt að leiðrétta svona
lagað.  Keppendur bera því sjálfir
ábyrgð á að bólan verði ekki fyrir skemmdum hvort heldur í miðri braut eða þegar
hún er færð á milli keppenda.

f)       
Keppendur bera sjálfir ábyrgð á því að bera nálgunarbóluna að scannanum
og afhenda síðan sínum liðsmanni. 
Starfsmenn keppenda er með öllu óheimilt að taka þátt í þessum gjörningi
og er þeim bannað með öllu að vera inn á braut og inn í pittinum þar sem
liðsmenn færa bóluna sín á milli. 
Til að taka af öll tvímæli þá var þetta leyft í fyrra en VERÐUR EKKI
LEYFT í ár.

g)       
Keppendur eru beðnir um að geyma bóluna á hentugum stað.  Hentugur staður telst vera staður þar
sem keppandi er fljótur að nálgast bóluna þegar hún er færð milli liðsmanna en
aðallega að keppandi geti borið bóluna að scannanum án þess að þurfa að lyfta
rassinum upp að scannanum með tilheyrandi brölti…

h)      
Scanninn nær að lesa nálgunarbóluna í gegnum drullu, föt og fleira.  Ekki festa bóluna á hjólið, festið hana
á ykkur.  Með snyrtilegri lausnum er
að sauma (tape-a) bóluna inn í svitaband (teygjuband) sem er sett utan um hægri
úlnlið eða hægri upphandlegg.  Látið
bóluna snúa inn ef hægt er til að hlífa henni við höggum þegar þið fljúgið á
hausinn.

i)        
Verðlaunaafhending verður strax að lokinni keppni.  Fyrsti maður er flaggaður út eftir kl.
18.  Síðustu keppendur eru því að
koma í mark um 18:30 – 18:45. 
Verðlaunaafhending verður við endahlið kl. 19:00 ef veður leyfir.  Að öðrum kosti verður hún færð inn í
hlöðu á Efri-Vík (sami tími). 
Nánari úrslit, millitímar og fleira verða síðan hengdir upp inn hlöðunni
þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Njótið
ykkar / Gaui.

Leave a Reply