Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Hjálp! Vinnukvöld fyrir keppnina í Bolaöldu um næstu helgi

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14Síðasta umferðin í motocrossinu verður haldin í Bolaöldu á laugardaginn. Veðurspáin lofar mjög góðu veðri og við munum gera okkur besta til að hafa brautina og svæðið í toppstandi fyrir keppnina. Skráningarfresturinn rennur út í kvöld kl. 21 og ekki eftir neinu að bíða að skrá sig og taka þátt í gleðinni.

Brautin verður opin fram á miðvikudagskvöld en á fimmtudagskvöldið (og föstudag) verður brautin tekin í gegn. Það er heilmargt sem þarf að græja fyrir svona keppni, bæði í brautinni og á svæðinu sjálfu. Við ætlum því að vera með vinnukvöld á fimmtudagskvöldið og óskum eftir aðstoð félagsmanna, fyrrverandi keppnismanna og annarra sem vilja rétta okkur hjálparhönd. Við viljum gera svo margt en erum allt of fáir ef einungis stjórnarmenn mæta.

Mæting verður kl. 17 í Bolaöldu og verkefnalisti verður á staðnum og unnið e-h frameftir kvöldi. Það væri sérstaklega gaman að sjá einhverja koma og taka til hendinni í enduroslóðum s.s. týna grjót úr slóðum, safna saman stikum og plasti og laga slóðana fyrir haustið. Sjáumst á fimmtudaginn – vonandi 🙂

SKAMMAR-RÆÐAN. Þeir taki til sín sem eiga.

Það er með hreinum ólíkindum að þetta þurfi að ritast hér, en því miður er það svo.

Einhverjir „SNILLINGAR“ ( að eigin áliti væntanlega ) telja sér heimilt að hjóla í MX brautunum á þeim tímum sem þeim hentar. Ekki bara það, heldur finnst þeim eðlilegt að spóla í kringum traktorinn meðan verið er eð vinna á honum í brautinni. Þetta er ekki bara bannað heldur STÓRHÆTTULEGT.

Brautirnar eru LOKAÐAR á auglýstum tímum til að hægt sé að vinna að viðhaldi í þeim. Opnunartímar hafa verið marg-auglýstir hér á síðunni og ekki lengra síðan en nú i vikunni sem það var síðast gert.

Opnuatímar í Bolaöldum:

  • Laugadaga – Sunnudaga 10 – 17.
  • Mánudaga    LOKAÐ
  • Þriðjudaga         15 – 21
  • Miðvikudaga    15 – 21   ATH farið varlega í brautinni vegna æfinga.
  • Fimmtudaga     15- 21
  • Föstudaga         17- 21

VIRÐIÐ ÞESSA OPNUNARTÍMA TIL AÐ EKKI ÞURFI AÐ KOMA TIL ÞESS AÐ SETJA ÞURFI UPP ÖFLUG HLIÐ OG GIRÐINGAR. Það mun kosta okkur = ykkur mikla fjármuni sem annars færu í sportið.

Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro  Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur :)
Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro
Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur 🙂

Veðurspáin lofaði ekki sérlega góðu fyrir síðustu helgi og kannski létu einhverjir það á sig fá. Fjöldi keppenda var amk. talsvert undir væntingum í þessari síðari umferð Íslandsmótsins í GFH Enduro sem fram fór á Akureyri um helgina. Veðrið hefði ekki átt að trufla neinn enda var þvílík blíða, sól og logn á laugardeginum, frábært keppnisveður.

KKA hefur yfir stórskemmtilegu og fjölbreyttu svæði að ráða sem var nýtt til hins ítrasta. Talsvert hafði rignt á föstudeginum þannig að hluti brautarinnar var vel blautur og mynduðust djúpir drullupyttir víða. Á neðra svæðinu voru það svo sandbrekkurnar sem héldu keppendum á tánum (eða hausnum jafnvel). Brautin bauð því upp á allt, bleytu, vatn, mýri, brekkur, sand, grjót, gras og bláberjalyng. Einn vel sáttur keppandi hafði þetta að segja eftir keppni  „I survived GFH enduro á Akureyri!

Lesa áfram Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Endúró Námskeið Kára Jóns og VÍK.

Við þökkum fyrir þann mikla áhuga sem félagsmenn og aðrir hafa sýnt vegna námskeiðsins hjá Kára. Fullbókað er á námskeiðið sem byrjar á Miðvikudagskvöld. En ykkur er velkomið að senda áfram inn skráningar á vik@motocross.is. Ef það reynist áhugi fyrir því að fylla annað námskeið þá reynum við allt sem við getum til að sannfæra Kára um að starfa með okkur áfram.

Það er þegar kominn biðlisti ef svo vildi til að einhver fellur út af skipulagða námskeiðinu. Þeir sem eru skráðir og komast að fá póst með staðfestingu á morgun.

Stjórn VÍK

ENDÚRÓ NÁMSKEIÐ KÁRA JÓNS OG VÍK

Kári Jóns ætlar í samstarfi við VÍK að standa fyrir Endúró námskeiði í Bolaöldum.

Námskeiðið verður tvö kvöld.

Miðvikudaginn 06.08.2014  Tími 19 – 21:00 og Miðvikudaginn 13.08.2014 Tími 19:00 – 21:00

Námskeiðið er ætlað öllum. Fyrra kvöldið er ætlað fyrir uppsetningu á hjólum, hvernig skal standa, undirbúning og ýmis tækniatriði. Seinna kvöldið er fyrir tækniæfingar og skilning.

Frítt er fyrir árskortshafa VÍK

Gjald fyrir aðra en árskortshafa er kr 5.000, sem greiðist in á reikning VÍK. ( nánar um það í vefpósti )

Skráning á vik@motocross.is  ( Sendið nafn og símanúmer )

Fjöldi er takmarkaður við 15 manns. Fyrstir skrá, fyrstir fá.

Pétur „Snæland“ GRILLKÓNGUR mun að öllum líkindum grafa upp  grillspaðann og grilla burger eftir að námskeiði lýkur.

PS: Ef mikil ásókn verður munum við reyna að sannfæra Kára um áframhald á samstarfinu.

Ef þörf er á nánari upplýsingum: Óli S: 6903500.

 

HEYRST HEFUR AÐ:

images EnduroAÐ: Meistari Meistaranna hugi að námskeiði.

AÐ: Meistarinn hugi að Enduro námskeiði.

AÐ: Meistarinn kunni ýmislegt sem menn gætu lært af.

AÐ: Meistarinn kunni að syngja.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði í samvinnu við VÍK.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði á Bolaöldusvæðinu.

AÐ: Meistarinn og VÍK ætli að bjóða Árskortshöfum frítt á námskeiðið.

AÐ: Meistarinn hugi á tveggja kvölda námskeið.

AÐ: Meistarinn hugi á að byrja eftir versló.

AÐ: Námskeiðið verði auglýst bráðlega hér á vefnum.

AÐ: Námskeiðið henti öllum.

AÐ: Ákveðinn sjoppukall hafi orðið svo æstur þegar hann heyrði af námskeiðsáætlun að hann hafi rokið í að kaupa hamborgara og meðlæti til að grilla eftir námskeiðið.

HEFÐIR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ MÆTA?

ATH!! Í HEYRST HEFUR ERU ENGAR ÁREIÐANLEGAR HEIMILDIR, JAFNVEL HIÐ MESTA BULL EN KANNSKI HEILAGUR SANNLEIKUR. HVER VEIT.