Vefmyndavél

ENDURO – KLAUSTUR 2015

Það styttist í skráningu í ENDURO – KLAUSTUR 2015.

ERTU BÚINN AÐ GRÆJA FÉLAGSGJÖLDIN? SKRÁNINGARSÍÐA HÉR

ERTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ AÐGANG AÐ www.msisport.is INNSKRÁNINGU?

NÁNARI UPPÝSINGAR UM KEPPNINA OG KOSTNAÐ VERÐA BIRTA  HÉR Á SÍÐUNNI 07.04.2015.

Fallegt er þetta.

Fallegt er þetta.

MOTORS TV prufupakki FYRIR VÍK FÉLAGA

Skjarinn

Hvað er betra en að glápa á góða sportstöð í veðri eins og er að koma yfir okkur næstu daga. Þar sem VÍK-verjar eru að sjálfsögðu fólk sem vill hafa spennu, þegar horft er á imbann, þá er fátt betra en Motors TV til að eyða tímanum yfir.

Félagsmönnum VÍK býðst FRÍ prufu áskrift án skuldbindinga hjá Skjá Einum. Eina sem þarf að gera er að fara inn á tengilinn hér fyrir neðan og skrá sig þar.

https://www.skjarinn.is/kynning/motorstv

 

ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA FÉLAGSMAÐUR Í VÍK.

ERTU EKKI ÖRUGGLEGA FÉLAGSMAÐUR?

 

Spáir þú í fjöðrunina á hjólinu?

10thingssuspensionEf svo er ekki, þá væri gott hjá þér að byrja á því núna. Það er mun stærra atriði hvernig fjöðrun virkar á hjólinu heldur en hversu kraftmikið hjólið er. Ójafnvægi í uppsetningu á föðruninni getur gert það að verkum að hjólið höndlar ömurlega. Gömul olía á dempurum er líka stór orsakavaldur ef fjöðrun virkar illa.  Við rændum hér nokkrum punktum frá MXA vefnum um hvernig þeir ráðleggja uppsetningu.  Treystum því að engilsaxneskan vefjist ekki fyrir ykkur. Ef þið treystið ykkur ekki til að stilla hjólin þá eru nokkrir snillingar sem vinna við það. Bara spyrja næsta reynda hjólamann um hver er bestur.

 

(1) Setting sag is the one thing that every rider thinks he can do, but normally does wrong. Here are some tips: First, do not measure the sag with the rider standing up. Sit down. Second, bounce on the suspension before measuring. Third, sit where you actually ride, not some dream position that you think looks impressive. Fourth, measure in line with the arc of the rear wheel. Do not measure straight up and down. The rear wheel rotates forward. Measure in a line that approximates the wheel’s arc. Lesa meira af Spáir þú í fjöðrunina á hjólinu?

Krakkakeppni á sunnudag

Á sunnudaginn ætlum við að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:00! Að keppni lokinni ætlum við svo að grilla og fá allir medalíur.

Sunnudaginn eftir það, þ.e. 22. febrúar, verður ekki æfing í Reiðhöllinni, en í staðinn ætlum við að hittast í Söngskóla Maríu Bjarkar, á efri hæð Fákafens 11 og horfa á Supercross the movie og fá okkur pizzu. Síðast þegar við héldum svona kvöld var mikil stemning og vel mætt. Vonumst við til þess að sjá jafn marga, og helst fleiri til að þjappa hópinn enn frekar.

Við erum ekkert búnir að heyra meira um það hvort við fáum Reiðhöllina aftur, en við verðum vonandi komnir með frekari upplýsingar á sunnudaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn og gerum okkur glaðan dag 🙂

Kveðja,

Helgi Már, Gulli, Pétur og Össi

Hvernig á að yfirfara og smyrja „linkinn“

Þar sem það hefur ekki verið séstaklega mikið hjólaveður undanfarið þá gerum við ráð fyrir því að allir séu að strjúka tuggunum sínum og yfirfara. Að yfirfara linkinn er eitthvað sem þarf að gera MJÖG reglulega. Fyrir hjól sem er notað reglulega má gera ráð fyrir að það þurfi að hreinsa og smyrja linkinn amk fjórum sinnum á ári. Að minnsta kosti er þörf á hreinusn og smurningu tvisvar á ári og þá skiptir notkun engu máli.yz250work024

Tengill á myndband  HÉR

Ef reglulegu viðhaldi er ekki sinnt á linnknum þá má gera ráð fyrir þessu hér:

Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.

Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.

 

 

 

VEI JIBBÍ JEI. Síðan er farin að virka aftur.

Þar sem vefurinn hefur legið niðri hjá okkur sl mánuð eða svo vegna „hökkunar“ þá er okkur það mikill léttir að hún virki aftur.

Nú er bara að girða sig í brók og hefja skriftir aftur.

Smá yfirlit um hvað stjórn VÍK er að huga að þessa dagana:

Ískeppni.

Endurokeppni og svæði undir það.

Klaustursundirbúningur.

Bolaöldusvæðið, lagfæringar á brautum næsta sumar. Nú erum við komin með tvo ofvirka brautarstjóra sem hafa skoðanir á hvernig brautin á að vera. Verður spennandi að sjá útkomuna þar.

Barnastarfið er í fullum gangi en þó er ekki alveg öruggt hversu lengi við höfum aðgang að Reiðhöllinni í Víðidal.

Eins og alltaf þá er stjórn VÍK að huga að því hvernig við náum inn tekjum fyrir félagið. Félagsstarfið verður víst aldrei rekið án þess að fá inn tekjur og tekjur fáum við ekki inn án félaga. Þó stjórn VÍK sé skipuð fólki sem er til í að gefa félagstarfinu mikinn tíma þá verður ekkert gert án $$$$. Hvetjum alla til að borga félagsgjöldin þegar þar að kemur.

Stjórn VÍK.

Síða 5 af 109« Fyrsta...34567...2040...Síðasta »