Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

BOLAÖLDUBRAUT. STÓRA MX BRAUT LOKUÐ

Þar sem vökvunarkerfið hjá okkur er bilað þá er stóra MX brautin lokuð og verður það alla helgina. Vonumst til að geta opnað hana fljótlega eftir helgi.  Nú er veðrið semsagt of gott ;(

Barna-brautin og slóðarnir eru hinsvegar opnir og í fínu standi. Munið eftir miðum eða árskortum.

Brautarstjórn.

IMG_1628

Slóðakerfið Bolaöldusvæði

Sagt hefur það verið um suma að tími sé afstæður. Formaðurinn okkar er einn af þeim og hjá honum er tími ekki vandamál, bara spurning um að framkvæma.

Í tilefni af þjóðhátíðardeginum þá tók áðurnefndur formaður sig til og djöflaðist á traktornum um slóðkerfið í leit af áskorunum og lagfæringum. Og þar sem tími hjá honum er afstæður þá lagfærði hann MX brautina í leiðinni.

Minnum á að það þarf miða eða árskort í slóðakerfið líka. Hægt að kaupa árskort HÉR!!

Jósepsdalur
Jósepsdalur

 

Nú ættu allir að vita hvar þeir eru.
Nú ættu allir að vita hvar þeir eru.

BOLAÖLDUBRAUT OPNUNARTÍMAR

Opnunartímar í sumar verða auglýstir hér á síðunni og fara eftir veðri og aðstæðum.

OPIÐ Í DAG miðvikudag 17:00 – 22:00

OPIÐ Á MORGUN (11.06.15)  fimtudag 17:00 – 22:00

Lokað föstudag

Opið laugardag og sunnudag 10:00 – 18:00  ATH húsið ekki opið um helgina.

Neðra slóðasvæði og Jósefdalur opinn.  Bruggaradalur og efra svæðið er LOKAÐ.

MINNUM OG ÍTREKUM Á AÐ MIÐA ÞARF Í MX BRAUTIR SEM OG Í SLÓÐA.

ÁRSKORTIN ERU FRÁBÆR KOSTUR.

Formleg opnun Bolaöldubrautar er í dag.

Loksins fengum við vætu í brautina til að hægt sé að opna.

Opnum kl 18:00 í dag. Opið til 22:00.

Bolaalda
Bolaalda

ATH: þar sem brautin er ný-búin að fara í gegnum viðamiklar breytingar þá er ansi líklegt að það komi upp eitthvað af hnullungum. Mikið væri nú gott ef ökumenn stoppuðu við steinana, sem þeir annars myndu keyra á og detta, taka upp og henda út fyrir braut. Það gerir brautina svo miklu skemmtlegri.

OG SVO ÞAÐ SEM ÞARF AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI AÐ ÍTREKA::::: MIÐI ER EKKI MÖGULEIKI HELDUR SKYLDA. Árskortin eru að sjálfsögðu lang best.

Slóðar á neðra svæði og í Jósefsdal eru líka opnir. ATH þar er einnig miðaskilda.

BRUGGARADALUR OG EFRA SVÆÐIÐ ER LOKAÐ VEGNA AURBLEYTU.

 

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. BOLAÖLDUBRAUT OPNAR Í DAG.

Loksins er komið að því að MX brautin í Bolaöldu opnar eftir meiriháttar endurbætur. Pétur Smára og Össi eru búnir að leggja nótt við dag til að gera brautina spennandi fyrir alla. Höfðu meira að segja varla tíma fyrir Klausturskeppnina!!!

ATH að brautin verður bara opin í DAG til að sjá hvernig breytingarnar virka.

OPIÐ: 18:00 – 22:00 í dag. Almenn opnun verður auglýst síðar.

Miðar eru seldir í Olís við rauðavatn eða í Litlu Kaffistofunni. Miðalausum verður umsvifalaust vísað af svæðinu og settir í bann.

Pétur Smára verður með lista yfir árskortshafa ( FYRIR ÞÁ SEM EKKI HAFA FENGIÐ ÁRSKORTIÐ TIL SÍN. )

Boló 1.6 5Bolaalda 1.6Boló 1.6 3

OKKUR VANTAR AÐSTOÐ

Okkur vantar ennþá viljuga til að hjálpa okkur í brautargæslu. Á morgun, Laugardaginn 16. Maí vantar okkur enn amk þrjá til að vinna með okkur.

Okkur vantar brautarverði í Enduro CC laugardaginn 16. Maí. Þarna er mjög gott að koma inn í sportið og fá að eiga góðan tíma með skemmtilegu fólki og enn fremur að fá að aka um þetta svæði.

Okkur vantar brautarverði í Klausturskeppnina laugardaginn 30. Maí. Þurfum varla að ræða þetta 🙂 svæðið er geggjað, skemmtunin frábær. Við sköffum bensín á hjólin, mat í tunnuna og hamborgara í eftirrétt.

Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á vik@motocross.is    Gott væri ef hægt er að taka fram nafn, aldur og símanúmer. Einnig má hringja í Óla S: 6903500

Klaustur
Klaustur

Enduro Hella
Enduro Hella