Formleg opnun Bolaöldubrautar er í dag.

Loksins fengum við vætu í brautina til að hægt sé að opna.

Opnum kl 18:00 í dag. Opið til 22:00.

Bolaalda
Bolaalda

ATH: þar sem brautin er ný-búin að fara í gegnum viðamiklar breytingar þá er ansi líklegt að það komi upp eitthvað af hnullungum. Mikið væri nú gott ef ökumenn stoppuðu við steinana, sem þeir annars myndu keyra á og detta, taka upp og henda út fyrir braut. Það gerir brautina svo miklu skemmtlegri.

OG SVO ÞAÐ SEM ÞARF AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI AÐ ÍTREKA::::: MIÐI ER EKKI MÖGULEIKI HELDUR SKYLDA. Árskortin eru að sjálfsögðu lang best.

Slóðar á neðra svæði og í Jósefsdal eru líka opnir. ATH þar er einnig miðaskilda.

BRUGGARADALUR OG EFRA SVÆÐIÐ ER LOKAÐ VEGNA AURBLEYTU.

 

Skildu eftir svar