Vefmyndavél

Talandi um Ofur VÍK-VERJA

Þar sem greinahöfundur hefur oft komið með frasann “ það gerir enginn neitt fyrir einn né neinn sem gerir ekkert fyrir neinn“ Þá má nú kanski benda á Ofur VÍK-Verja sem gerir allt fyrir alla sem gera ekki neitt fyrir neinn!!  Brjálaða Bína – Bína Bleika – Bína frænka – Búllu Bína eða hvernig sem þið þekkið hana, hún er Ofur VÍK- VERJI. Smá dæmi, hún var mætt til að hjóla í Bolaöldubraut í gærkvöldi en þar sem húsið var undirlagt í sóðaskap eftir einhverja, sem gera væntanlega ekki neitt fyrir neinn, þá eyddi hún kvöldinu í að þrífa húsið fyrir okkur hin. Þið megið sko klappa henni á bakið og þakka henni fyrir að vera OFUR VÍK-VERJI.

11140190_10153406046249860_1671089817853016610_n

Leave a Reply