Aðalfundur yfirstaðinn – nýr formaður tekur við!

Sigurjón Snær Jónsson nýr formaður VÍK á Akureyri 2012
Sigurjón Snær Jónsson nýr formaður VÍK á Akureyri 2012

Já, þið lásuð rétt eftir 11 ára setu sem formaður hefur undirritaður sagt skilið við formannsstarfið og nýr maður tekur nú við. Aðalfundur VÍK fór fram í kvöld og var þokkalega sóttur. Hefðbundin aðalfundarstörf voru framkvæmd og fylgir bæði skýrsla stjórnar fyrir árið 2015 og kynningarglærur kvöldsins sem innihalda reikninga ársins hér á eftir.

Á fundinum var kosið í nýja stjórn en þeir Ólafur Þór Gíslason og Birgir Már Georgsson sögðu sig úr stjórn að þessu sinni. Fyrir næsta ár skipa stjórn VÍK þeir Pétur Smárason, Örn Sævar Hilmarsson, Pálmar Pétursson og Guðbjartur Stefánsson en varamenn eru Arnar Þór Ragnarsson og Óli Haukur.

Sjálfur hef ég setið sem formaður síðan 2004 og er því löngu tímabært að fá nýja menn til taka við vagninum og koma með nýjar hugmyndir og áherslur inn í starfið. Ég var á dögunum kosinn formaður MSÍ og fer því ekki langt frá sportinu. Þetta er búinn að vera frábær tími og gríðarlega mikið gerst á þessum árum. Ég hef eignast mikið af góðum vinum og kunningjum í kringum þessi störf og er bæði ánægður og þakklátur fyrir þennan tíma.

Nýr formaður var kosinn einróma á fundinum, Sigurjón Snær Jónsson en hann hefur verið formaður í einum minnsta hjólaklúbb landsins, Hreppaköppum og tekur nú við sem formaður í VÍK. Hann er með hörkugengi með sér í stjórn og verður virkilega gaman að fylgjast með þeim á næstu mánuðum og árum.

Ég óska þeim og öllum félagsmönnum alls hins besta og þakka kærlega fyrir mig.

 

Hrafnkell Sigtryggsson
„fyrrverandi formaður“ 🙂

Skýrsla stjórnar  Adalfundur_VIK_skyrsla_stjornar_vegna_2015

Kynningarglærur kvöldsins Aðalfundur VÍK 2015

Skildu eftir svar