Greinasafn fyrir flokkinn: EnduroCross

Úrslit í 2. umferð EnduroX

Hjálmar, Kári og Daði... og Sverrir hnakki

Úrslit dagsins í dag eru eftirfarandi.  Sjá HÉR

1. Sæti. Kári Jónsson.

2. Sæti. Hjálmar Jónsson.

3. Sæti. Daði Erlingsson.

Besti nýliðinn: Ingvi Björn Birgisson.

Tilþrifaverðlaunin hlaut Jóhann Smári Gunnarsson fyrir einstakan „árangur“ í flest ef ekki öllum þrautum.

Þökkum þeim fjölmörgu starfsmönnum sem komu að keppninni með okkur og gerðu hana jafn glæsilega og raun bar vitni. Mikill fjöldi áhorfenda mættu og voru flestöll sæti þéttsetin.Við fullyrðum að áhorfendur fengu frábæra skemmtun fyrir allan peningnginn.

Takk fyrir daginn.

Enduronefnd og Stjórn VÍK

Skráningarfrestur rennur út klukkan 21

Skráningu lýkur klukkan 21 í kvöld í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Enduro-Crossi sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal á laugardaginn.

SKRÁ SIG NÚNA!!

Endurocross 4.desember í Reiðhöllinni Víðidal

Kári Jónsson í Reiðhöllinni í fyrravetur

Laugardaginn 4. desember n.k. munu Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er önnur keppnin í Íslandsmeistaramótsröð í Endurokrossi innandyra og nú verður spennan í hámarki.

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur

Brautin í síðustu keppni reyndist mörgum ótrúlega erfið. Nú vita menn við hverju er að búast og vænta má að menn mæti núna rétt stemmdir og enn grimmari til leiks.
Brautin um helgina verður talsvert breytt og með öðru sniði, en mun ekki síður bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr þurfa keppendur að berjast við stökkpalla, staurabreiður, , hleðslusteina- og dekkjahrúgur, kubbagryfju og margt fleira.  Ekkert samt sem verður sérlega áhættusamt fyrir bremsudiska og pústkerfi.

Hörð og spennandi keppni

Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu mæta til keppni hungraðir í að komast á verðlaunapall svo búast má við hörkukeppni. Fyrstu menn í hverjum riðli og „Síðasta séns“ komast áfram í lokariðillinn.  Þar verður allt lagt undir og búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun fyrir áhorfendur.

Glæsileg verðlaun

Sigurvegarar keppninnar verða verðlaunaðir með glæsilegum verðlaunum.
Öll keppnisgjöld renna óskipt til þeirra sem keppa í lokariðlinum.

Endurokrosskeppnir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Veðrið spillir oft fyrir keppnishaldi hér á landi en Reiðhöllin tryggir að svo verði ekki.  Keppnin er haldin öllu hjólafólki til skemmtunar en ekki síður sem fjáröflun fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn til að halda áfram uppbyggingarstarfi félagsins.

Takið því frá laugardaginn 4. desember kl. 14-16 og sjáumst í Reiðhöllinni

Skráning keppenda er hafin á vefnum www.msisport.is – skráningarfrestur rennur út þriðjudagskvöldið 30. nóvember kl. 21

Skráning hafin í 2. umferðina í Endurocrossi

2. umferðin í Enduro Cross fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal (Árbæjarhverfi) laugardaginn 4. desember. Skráning hefur verið opnuð á msisport.is og um að gera að skrá sig tímanlega. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 30. nóvember kl: 21:00

Bent er á að framvegis verður skráningarfrestur í Íslandsmeistaramót MSÍ alltaf til þriðjudags kl: 21:00 vikuna fyrir keppni. Engar undantekningar!

1. umferð íslandsmóts í Endurocross

Laugardaginn 20. nóvember fór fram 1. umferðin í endurocrossi. Er þetta fyrsta keppnin af þremur til íslandsmeistara.
Óhætt er að segja að „útálandiliðið“ hafi enn eina ferðina sýnt okkur flatlendingunum hvernig á að gera hlutina. Brautin samanstóð af hindrunum með sem voru flestar með góðu flæði, Þó var ein hindrun sem var ekki alveg með sama flæðið. Það var dekkjagryfja sem var full af fólksbíladekkjum og skapaði hún stórkostlega skemmtun fyrir áhorfendur.
Til leiks voru skráðir 18 keppendur sem skipt var niður í þrjá hópa. Þarna voru mættir allar okkar helstu endurohetjur.

Lesa áfram 1. umferð íslandsmóts í Endurocross