Vefmyndavél

Myndir frá EnduroCrossinu

Íslandsmeistarinn í loftköstum

Tæplega 200 myndir eru komnar inní Vefalbúmið okkar frá EnduroCrossinu á laugardaginn.

Njótið hér.

Dagskráin fyrir endurocrosskeppnina á morgun

Eitthvað hefur verið á reiki hvaða dagskrá er í gildi á morgun, en hér má sjá hana fyrir neðan og einnig má ná í hana á vef MSÍ með að smella hér.  Skoðun hjóla hefst kl.12:00 og æskilegt að keppendur mæti upp úr kl.11:30.  Húsið opnar fyrir áhorfendur og aðstandendur kl.12.  Ekki óskynsamlegt að taka með sér hlýjan fatnað, aukateppi og heitt kakó er alltaf vinsælt þegar svo kalt er í veðri.  Fjölmennum svo öll í Reiðhöllina og sjáum frábæra keppni og nýjan Íslandsmeistara krýndann í fyrsta sinn í endurocrossi. Lesa meira af Dagskráin fyrir endurocrosskeppnina á morgun

Hver verður fyrsti Íslandsmeistarinn í EnduroCross ?

Hver verður Íslandsmeistari?

Á morgun laugardaginn 5. febrúar munu Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er þriðja og síðasta keppnin í Íslandsmeistaramótsröð í Endurokrossi innandyra og nú verður spennan í hámarki.

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur

Brautin í EnduroX keppnum er yfirleitt stutt en með fjölda hindrana og reynist mörgum ótrúlega erfið og í keppni sem þessari er því við öllu að búast. Þetta verður síðasta keppni vetrarins og vænta má að menn mæti vel stemmdir og grimmir til leiks þar sem fyrsti Íslandsmeistaratitillinn er í húfi.
Brautin um helgina mun bjóða upp á harða keppni en keppendur þurfa að berjast við stökkpalla, staurabreiður, hleðslusteina- og dekkjahrúgur, kubbagryfju og margt fleira.

Hörð og spennandi keppni

Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu mæta til keppni hungraðir í að komast á verðlaunapall svo búast má við hörkukeppni. Fyrstu menn í hverjum riðli og „Síðasta séns“ komast áfram í lokariðillinn.  Þar verður allt lagt undir og búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun fyrir áhorfendur.

Glæsileg verðlaun

Sigurvegarar keppninnar verða verðlaunaðir með glæsilegum verðlaunum. Öll keppnisgjöld renna óskipt til þeirra sem keppa í lokariðlinum.

Endurokrosskeppnir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Veðrið spillir oft fyrir keppnishaldi hér á landi en Reiðhöllin tryggir að svo verði ekki.  Keppnin er haldin öllu hjólafólki til skemmtunar en ekki síður sem fjáröflun fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn til að halda áfram uppbyggingarstarfi félagsins.

Látið því sjá ykkur á morgun laugardaginn 5. febrúar kl. 14-16 í Reiðhöllinni

Munið skráninguna í EnduroCrossið – uppfært

Skráningunni í EnduroCrossið lýkur í kvöld klukkan 21 !!

Uppfært – Brautin verður með enn betra flæði en áður, færri hindrunum og meiri hraða.

Uppkast af brautinni

Lokaumferðin í EnduroCrossi 5. febrúar

Smellið á og prentið út plakat!

Skráning er hafin á vef MSÍ fyrir þriðju og síðustu keppnina í Íslandsmótinu í EnduroCrossi. Keppnin verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og fer fram 5.febrúar klukkan 14.

Mikil spenna er fyrir keppnina þar sem fyrsti Íslandsmeistarinn í greininni verður krýndur. Kári Jónsson er með 7 stiga forystu á Daða Erlingsson en eins og menn vita geta hlutirnir snúist fljótt við í EnduroCrossinu, jafnvel á síðasta hring.

Hér er facebook síðan fyrir keppnina.

Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti

Síða 3 af 512345