Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaöldubraut

Leyni útlendingurinn að stökkva þrefalt.

Bolaöldubrautir verða lokaðar frá og með kl: 18:00. í dag.

Opnar aftur fyrir almenning á Sunnudag. Þetta er vegna LEX GAMES 2010. Sem allir ætla að sjá.

Þeir sem mættu í brautina í gær fengu helling fyrir peninginn. Brautin var vökvuð í ræmur. Uppstökkið á stóra pallinum var lagfært. Leyni útlendingur var að sýna okkur hvernig ætti að stökkva yfir þrefalda pallinn, sem enginn vissi að væri til, og það var þannig. Það var kennari með hóp á svæðinu. Bína BR…… var líka, alveg á háa C-inu. Það voru stórvirk vinnutæki, gröfur. Freestæl reiðhjólafólk. Líklegur með pípuna. Garðar á traktornum. Lexi og co að preppa fyrir helgina.  Það var kvennahópur og OfurHaukur. Fullt, Fullt af skemmtilegu fólki. Og ekki skemmdi veðurblíðan fyrir. Lesa áfram Bolaöldubraut

Opnunartímar Motomos.

Viljum minna á opnunartíma Motomos:
mánudaga til föstudaga er opið frá kl 10:00-21:00
laugardaga og sunnudaga er opið frá kl 10:00-18:00

Ástæðan fyrir þessum opnunartíma er sú að við erum það nálægt byggð, og við verðum að taka
tillit til íbúana á svæðinu í kringum brautina 😉

Álfsnesbraut opnar

Álfsnesbrautin opnar á morgun, miðvikudag, kl: 17.00. Eftir flottar lagfæringar.

Áður en hleypt verður í brautina er skilyrði að allir labbi einn hring í brautinni og hreinsi sjáanlega steina. Nú eða skipuleggja sig vel og allir taki einn kafla. Muna eftir miðum – árskortum á hjólunum. Enginn miði – árskort = brottvísun úr brautum VÍK. Miðar fást í N1 Mosó.

Brautarnefnd.

Álfsnesbraut!!!

Við ýtrekum að Álfsnesbraut ER LOKUÐ!   ÖLL UMFERÐ HJÓLA ER STRANGLEGA BÖNNUÐ Í BRAUTINNI.  Það á eftir að þjappa uppstökk og palla með stórum bíl/jeppa.  Ef einhver hefur bíl til slíkra verka,  þá má sá hinn sami hafa samband við Reynir í síma 8988419.  Engin þjöppun = Engin opnun 🙁

Opnun brautarinnar verður auglýst þegar þjöppun er lokið.

Brautarstjórn

Álfsnesbraut

Álfsnesbraut er lokuð.

Verið er að lagfæra brautina til að gera hana góða fyrir heljarmikla æfingatörn næstu daga.

Opnun verður auglýst .

Kv.

Reynir og Álfarnir

Bolaöldubraut opnar kl. 18 í kvöld í toppstandi

Brautin í Bolaöldu er í toppstandi eftir breytingar undanfarinna daga og opnar í dag kl. 18. Nú hefur rignt hressilega síðustu tímana en rigningin er hætt núna og spáin er mjög góð fyrir kvöldið. Svæðið hefur því ekki litið betur út í langan tíma. Breytingarnar líta frábærlega út, brattari uppstökk, lendingar og nokkrar tæknilegar breytingar á beygjum og fleiri köflum sem lofa mjög góðu. Munið eftir miðunum hjá Olís í Norðlingaholti og í kaffistofunni.