Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaalda 13.07.2010

Ég átti leið upp á Bolaöldusvæðið í gær. Á tímabili ringdi eins og hellt væri úr fötu og jafnvel gott betur en það. Fram að hádegi var brautin skrauf þur en kl 15.00 var hún ófær vegna bleytu. Garðar rauk af stað með traktorinn til að reyna að ræsta út stærstu pollana. Einnig fékk Gaðrar svakalegt sjónarspil þar sem elding og þruma komu svo til samtímis og traktorinn hristist vel. Og takið eftir á myndunum, það var kominn snjór í hlíðarnar í kring.

Gera má ráð fyrir því að brautin sé með frábært rakastig í dag. Garðar er búinn að vera lagfæra uppstökk og lendingar verður bara „gaman saman“ í brautinni. Lesa áfram Bolaalda 13.07.2010

Sólbrekka lokuð föstudag 9.júlí

Sólbrekkubrautin verður lokuð á föstudag vcgna bikarmótsins um helgina

Byrjendabraut í Álfsnesi lokuð

Byrjendabrautin í Álfsnesi (50-85cc) verður lokuð næstu daga vegna viðhalds. Einar Bjarnason og Hjörtur Líklegur eru þessa dagana að vinna í púkabrautinni í Álfsnesi. Þeir stefna að því að bæta í hana efni, laga beygjur og palla ofl. Viggó lánar traktorsgröfu í verkið og Motomos lánar okkur litlu jarðýtuna sína sem er frábær í svona litla braut. Brautin verður lokuð næstu daga þar til annað verður tilkynnt.

Álfsnesbraut

Það verður mikið lagt í brautarvinnu fyrir keppnina á næsta Laugardag. Reynir verður með gröfur, jarðýtu, traktor og vökvunarmenn á vöktum.  Gámapallurinn, við hliðina á startinu, verður lagaður til þannig að hann verði með betri lendingu bæði ofaná og niðurstökkið. Að venju má búast við flottri Álfsnesbraut í keppni. Okkur vantar harðduglegt fólk til að aðstoða okkur á fimmtudag og föstudag. Það eru næg verkefni fyrir alla. Þeir félagsmenn okkar sem vilja leggja hönd á plóg hafi samband við Reyni S: 898 8419.

Brautarnefnd.

Álfsnesbrautin lokuð á miðvikudag og fram að helgi

Næsta motocrosskeppni í Íslandsmótinu fer fram um næstu helgi. Lagfæringar á brautinni hefjast á miðvikudaginn og hún verður því okuð fram að keppni. Brautin verður opin fyrir æfingar í kvöld og á morgun – miðarnir fást hjá Olís í Mosfellsbæ. Skráningu í keppnina lýkur á miðnætti annað kvöld á vef MSÍ.