Vefmyndavél

Bolaöldubraut opnar kl. 18 í kvöld í toppstandi

Brautin í Bolaöldu er í toppstandi eftir breytingar undanfarinna daga og opnar í dag kl. 18. Nú hefur rignt hressilega síðustu tímana en rigningin er hætt núna og spáin er mjög góð fyrir kvöldið. Svæðið hefur því ekki litið betur út í langan tíma. Breytingarnar líta frábærlega út, brattari uppstökk, lendingar og nokkrar tæknilegar breytingar á beygjum og fleiri köflum sem lofa mjög góðu. Munið eftir miðunum hjá Olís í Norðlingaholti og í kaffistofunni.

Leave a Reply