Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Hangtime rules

Þó að grunnskóla stærðfræðin með hinni margfrægu fallbyssukúlu sem Sveinn vitnar í hafi margt gott til síns máls þá er ekki alveg allskostar rétt að það sé best til að stökkva mótorhjóli!

Flestir sem hafa gert eitthvað að ráði í því að stökkva sér til skemmtunar og eru ekki að reyna að slá lengdar met vita að það er „hangtime“ sem er málið og til að gera trikk þá er meira en 45 gráður eiginlega skilyrði!!
Kveðja raggi

Um Sýslumenn og vélhjólasport

„Það hafa komið fram þær hugmyndir í fjölmiðlum upp á síðkastið að fækka beri Sýslumannsembættum á landinu í fjögur. Ég tel að við hjólamenn getum ekki annað en tekið undir þær hugmyndir. Við höfum svo sannarlega orðið þess varir í sumar að reglugerð sú sem okkur er skömmtuð af Dómsmálaráðuneytinu sem rammi að íþrótt okkar, fær jafn misjafna túlkun og embættin eru mörg. Ég vil nefna sem dæmi samskipti okkar við sýslumenn á þessu ári:“

Þannig hefst grein Arons Reynissonar, formanns Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Lesa áfram Um Sýslumenn og vélhjólasport

Bréf frá Keppnisstjóra

Vefnum var að berast bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra í Svínhaga.  Bréfið fjallar um svindl í keppni.

Bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra, 30 júní 2003.

Að gefnu tilefni og áskorana frá mönnum ákvað ég að skrifa lítið bréf um Svínhagakeppnina.

Það er flestum ljóst að það voru menn í keppninni sem svindluðu á meðan að á keppni stóð í því formi að setja á bensín á hjólin inn í braut. Þessir menn stimpluðu sig svo inn í lokin og náðu þar með einum hring. Þessir sömu menn ættu að sjá sóma sinn í því að fara fram á það við yfirtímavörð (Guðjón tölvukall) að láta fella út þennann síðasta hring eins og keppandinn sem fór hálfan hring við Úlfarsfell 3. mai og fór hann fram á það að sá hringur væri felldur út þetta er virðingarvert og sýnir að Ríkharður Reynirsson no 57 er sá keppandi sem setur heiðarleikann ofar öllu öðru.

Keppnisstjórn getur ekkert gert í málinu því það sem dómarar sjá ekki geta þeir ekki dæmt á. Dómarar geta og meiga aldrei dæma á hluti sem þeir sjá ekki.

Hvað varðar að Einar no 1stoppaði ekki á réttum stað eftir fyrsta hring þá hefði hann átt að fá 5 mín Víti fyrir það. Ástæðan fyrir því að ekki var dæmt á hann Víti er sú að STOPP skiltið var ekki nógu vel sjáanlegt. Í reglunum er sagt að sá fær Víti sem ekki stoppar við STOPP FLAGGARA mjög loðið eftir að tímatökubúnaður var gerður sjálfvirkur og á ábyrgð keppanda sjálfra, en Einar stoppaði þó seint væri og hljóp til baka og stimplaði sig inn.Ef hann hefði fengið Víti hefði Einar hefði bara kært þennann úrskurð og örugglega unnið á því að vafaatreiði í reglum eru alltaf keppanda í hag.

Það er búið að hamra á því að keppendur ættu að vera heiðarlegir í garð hvors annars og keppnisstjórn reynir að gera sitt besta í vali á stafrsmönnum til að keppnishaldið gangi vel fyrir sig.

Hjörtur keppnisstjóri.

Bíddu pabbi, bíddu mín

Menn verða víst að þylja laglínuna, „Bíddu pabbi, bíddu mín, er ég kem…“ til að átta sig á naflastrengnum.  Fyrr í kvöld hringdi eldheitur hjóla-faðir og hafði áhyggjur, jafnt sem ábendingar, um að betur mætti standa að enduro keppnunum.

Eftir „í dag“ leiðréttingar þá eru fleiri skráðir í Baldursdeild en Meistaradeild.  45 á móti 43.  Hinn umhyggjusami faðir, og ekki sá eini, vildi meina að 85cc hjól, sérstaklega þegar fjöld púkanna er farinn að hanga utan í tuginum, eiga ekkert erindi með óstýrlátum feitum köllum á þungum hjólum.  Þvílíkur skaði, ef eitt slíkt lendir ofan á 55kg púka.  Enda eru þau orðin nægilega mörg til að fylla sér keppnisflokk.

Inn í dagsbirtuna koma splunkuný sjónarmið.  Að sjálfsögðu verðum við að bera virðingu fyrir föðurástinni og þeirri umhyggju sem við berum, sem foreldri, fyrir börnum okkar.  Ekki hvarflar að neinum okkar að setja 12-15 ára ungling, niður í miðbæ, og biðja hann að keppast um sömu „verðlaun“ og þá fullorðnu.

Gleymum ekki að þetta er íþrótt, og lítum síðan í kringum okkur.  Aldurinn skiptir máli fram að 16 ára markinu.  Þegar strákarnir / stelpurnar eru hinsvegar orðin 15 ára þá er ekkert því til fyrirstöðu að þau fái að skora á hólm, sér eldri.  Þangað til eru menn að telja hárin á líkamanum og fara í gegnum Séra „Hormón“ Jón.

Reynum síðan að setja hlutina í samhengi.  Maður 2X ára gamall, kaupir sér hjól og ákveður, af einskærum áhuga að taka þátt í keppni.  Maðurinn er vitandi, að hann mun ekki keppa um verðlaun, en vill hann keppa við krakka úr 5 flokk Hauka, eða 4 flokk Vals.  Sem lesandi, yngjum okkur sjálf upp.  12 ára, vil ég keppa um verðlaun.  VERÐLAUN.  Flokkaskipting eftir stærð hjóls er mér einstaklega óhagstæð.  Ég er stærri, feitari, minni, léttari en aðrir jafnaldrar mínir og vegna óhagstæðrar stærðar er ég settur í flokk með mér miklu eldri/yngri keppendum.  Af því að mamma eða pabbi völdu hjólið útfrá líkamstærð (eða getu)

Hvað varðar barnastarf og sköpun á hefð gagnvart yngri kynslóðinni þá erum við ekki einu sinni farnir að marka barnaskóna.  Það er von, að eftir 2-3 ár verðum við búnir að slíta þessum skóm, en þangað til verðum við, þeir eldri, að marka brautina.

Samkeppnishæfni og keppnisharka fer saman á unglingsárum.  Íþróttir hafa þróað með sér flokkaskiptingu sem ýmist setur einstaklinga í yngri árgang eða eldri árgang.  Út frá þessu hafa þróast einstaklingar sem ýmist njóta sín í botn eitt árið en þurfa síðan virkilega að hafa fyrir hlutunum næsta árið.  Hjólamenn eru engin aukvisi og sem slíkir þá hafa þeir verið mótaðir af sínum æskuíþróttum.  Þekkja þeir því vel þetta fyrirkomulag, varðandi 6 flokk, 5 flokk, 4 flokk o.sfrv.  Margar dömurnar hefður hætt, 10 ára, hefður þær þurft að standa andspænis 13 ára, brjóstmiklum risum.  …en þetta hefðu kannski orðið með bestu íþróttamönnum landsins.

Ökuhæfni, úthald, þrautseigja, útsjónarsemi.  Þetta er ekki einkaréttur karlmanna.  Okkur hættir til að fæla kvenfólk frá þessari íþrótt.  RÚV, okkar ágæti miðill, hefur tekið „bærilega“ við sér undanfarið, en ef við lítum aðeins nokkur ár aftur í tímann þá var það hending ef fjallað var um úrslit, eða þaðan af umfjöllun um at milli tveggja kvenn liða.  Við mótorhjólamenn megum ekki lifa á síðustu öld.  Í dag er gríðarlegt líf í kvenna íþróttum.

Árið 2001 mætti margfaldur norðurlandameistari kvenna til keppni í enduro við Húsmúla, Anetta Brindwall, sem náði 36 sæti.  Þeir voru ófáir sem þurftu að játa sig sigraðaðan af henni.

Það breytir ekki því að kvennkyns ökumenn eru ekki að keppa jafnhliða karlkyns ökumönnum.  Að sjálfsögðu veitum við verðlaun fyrir kynin, aðskilin.  Við skulum hinsvegar ekki falla í þá ljótu „svörtu“ gryfju að fylgja eftir einhverri aðskilnaðarstefnu.  Strákar fá verðlaun fyrir 50cc, 85cc, 125cc, 250cc, o.s.frv. en stúlkur fái fyrir „pæjur“.  Meðan strákarnir veifa bikurum fyrir fyrsta sætið, úr hverjum flokki,  þá ber ein stúlka eitthvert nisti, eftir sigur, úr öllum flokkum.

Ef, svo ótrúlega vill til, að þú lesandi ert ennþá fastur við þessa grein, þá þakka ég þér lesturinn.  Þetta er einfaldlega einn af þessum kokteilum, sem á eftir að hrista.

Ef einhver raðast alein(n) í flokk, vegna kyns, hjólavals eða aldurs, þá er ekki hægt að túlka þann gjörning öðruvísi, en eitt af hámörkum hugrekkisins.  Þetta eru frumkvöðlarnir.  Munurinn á andvirði verðlaunanna hleypur á hundraðköllum.  Munurinn á tilgangi og þýðingu þeirra er ómetanlengur.

Skilgreinum flokkana og veitum jafngild (jafn flott) verðlaun fyrir stráka jafnt sem stúlkur.

Gaui

Fjórgengisbyltingin

Mér datt í hug að etv. hefðu einhverjir gaman af því að lesa um manninn sem er ábyrgur fyrir því að koma fjórgengisbyltingunni af stað.  Það er Thomas Gustavsson, fyrrum hönnuður Husqvarna 510 en nú heilinn á bak við Husaberg.  Greinin var skrifuð í fyrra og í lokin eru svo stutt viðtöl sem ég tók við Everts, Jacky Martens og Joel Smets í á síðasta ári.

Kveðjur 4.

Lesa áfram Fjórgengisbyltingin

Að sparka í liggjandi hund??!!

Vegna þýðingu á grein úr RacerX hér á vefnum langar mig (Bjarni Bærings) að upplýsa eftirfarandi. Hjólaframleiðandinn Cannondale hefur nokkrar verksmiðjur í Bandaríkjunum. S.l. 3 ár hafa þeir lokað 2 þeirra í desember og janúar í hagræðingarskyni þar sem eftirspurn eftir torfæruhjólum og reiðhjólum er í lágmarki yfir vetrarmánuðina. Í 1 verksmiðju til viðbótar er gjarnan unnið á hálfum vöktum þetta tímabil. Að loka verksmiðju tímabundið er því ekki það sama og að hætta framleiðslu.

Það er rétt sem kemur fram í RacerX að Cannondale hefur ekki skilað miklum arði til hluthafa sinna og býr ekki yfir miklu eigin fé. Ástæðan er sú að síðustu 2 ár hafa gífurlegum fjármunum verið varið í þróun á nýju torfæruhjólunum þeirra. Vöruþróun er fjárfesting, og það fyrirtæki sem fjárfestir ekki, á ekki vaxtarmöguleika. Cannondale er skráð á Nasdaq undir kennimerkinu “BIKE”. Gengi bréfanna hefur fallið á rúmu ári úr 2$/hlut niður í tæpan 1$/hlut, en s.l. ár hefur verið erfitt fyrir allan iðnað í USA. Velta Cannondale jókst hinsvegar s.l. ár mun meira en sambærilegur iðnaður í USA, eða um 257% umfram meðaltalið. Síðasta viðskiptadag Nasdaq (24.01.2003) hækkaði gengi bréfa Cannondale um 4%.

Það er ekki aðeins staðföst trú á eigin framleiðslu sem styrkir Cannondale í sókn sinni, heldur einnig spörkin frá samkeppnisaðilunum – sem sumir hverjir virðast eyða meiri orku í að sparka í liggjandi hund frekar en að klappa eigin ketti.  Bjarni Bærings.