Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Íþróttamaður ársins

Föstudaginn 17. janúar s.l. var í Vestmannaeyjum valinn íþróttamaður ársins 2002.  Fyrir valinu varð Vigdís Sigurðardóttir handboltakona.  Einnig voru valdir íþróttamenn allra aðildarfélaga að ÍBV Héraðssambandi.Að sjálfsögðu áttum við vélhjólamenn okkar fulltrúa í því vali enda er VÍV (Vélhjólaíþróttafélag Vestmannaeyja) orðið fullgildur aðili þar.  Fyrir valinu hjá vélhjólamönnum varð hinn síungi refur Sigurður Bjarni Richardsson. Siggi hefur keppt í crossinu í mörg ár og ætti fyrir löngu síðan að hafa orðið Íslandsmeistari.  Hann varð 4. í eyjacrossinu sem kom mörgum á óvart og sögðu menn að hann hafi með því sett allt Íslandsmótið í uppnám.  Þó árangurinn í hinum keppnunum hafi ekki verið upp á marga fiska vann hann sér inn nokkur stig til viðbótar og endaði tímabilið með 47 stig sem setti hann í 12. sæti.  Siggi var líka í KTM-Racing liðinu og unnu þeir Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppninni.  Má þar helst þakka glæsilegan og öruggan akstur hans á heimavelli þar sem hann Rakaði inn stigum.  Því miður mun það hafa verið hans síðasti rakstur á ferlinum því nú er Siggi kominn á kaf í hestamennskuna, við lítinn fögnuð undirritaðs.  Því eins og flestir vita er hrossakjöt best saltað í tunnu.  En við getum huggað okkur við þá staðreynd að þetta mun vera í fimmta skiptið sem Siggi gefur slíka yfirlýsingu – um að hann sé „Hættur“ í crossinu!  Ég ætla því ekki að gefa upp alla von um að Siggi snúi aftur með glænýtt KTM á pikkanum og fjórar tunnur af söltuðu hrossakjöti.  Með von um gott hjólasumar og glæsilega hjólaframtíð.  Sigurjón Eðvarðsson form. VÍV

Blast from the past

Fyrir þá sem lifa í þeirri blekkingu að þurfa að endurnýja fákinn á hverju ári, því þróunin er svo ör;  Smellið á eftirfarandi link og meðtakið boðorðið „Older Maicos are Better than KTM´s“ kv. Heimir Barðasson.

Íslandsmót í MX og Enduro

Vefnum barst bréf frá Jóni H. Magnússyni í JHM Sport.  Þær athugasemdir sem hann setur fram eiga fullt erindi inn á borð hjá VÍK, að mati vefsins.  Eftir að hafa lesið yfir bréfið frá Jóni tvisvar, þá kýs vefurinn að birta bréfið, óbreytt, þar sem það á fullt erindi til allra.

„Ég var að velta fyrir mér í sambandi við Íslandsmótin í Mótócross og Enduró hvenær þau munu byrja.  Var að skoða síðustu ár og sá að þau hafa byrjað í byrjun Maí, að mínu áliti er það alltof snemmt.  Skólar eru ekki búnir, nemendur á fullu í prófum, keppendur ekki komnir í æfingu, frost ekki farið úr jörð, osf. Finnst mér að stjórn eigi að taka tillit til þessara aðstæðna þegar hún útbýr keppnisalmanakið fyrir 2003. Finnst reyndar ágætt að hefja sumarið á Klausturs keppninni, þar fá keppendur upphitun og æfingu fyrir Íslandsmótin. Annað sem mér finnst vera komið út í öfgar en það er blessuð liða keppnin. Menn virðast alveg hafa gleymt því að þetta eru einstaklings keppnir. Það eru einstaklingar á verðlaunapallinum en ekki lið. Auðvitað er gaman að menn skuli stofna lið til að keppa saman í Íslandsmótinu en liðakeppnin á ekki að vera aðalatriðið heldur einstaklingurinn. Þetta stefnir í að verða algjör vitleysa menn æfa í felum hver í sínu horni búa til móral gegn hvor öðrum og hætta jafnvel að tala saman. Þetta var betra þegar menn æfðu saman og lærðu hver af öðrum, spjölluðu saman og höfðu gaman af þessu. Auðvitað er miklu skemmtilegra að sjá pittinn með öllum þessum tjöldum og liðs trukkum en það var áður án þeirra. Þetta á að byggjast upp á að hafa gaman að hlutunum og skemmta sér saman. Kveðja Jón Magg. JHM Sport

Kaldidalur – skýrsla

Vefnum var að berast stutt skýrsla frá Petri Gunnarssyni.

Ég fór Kaldadalinn í gær og var færið fínt fyrir ískross-dekk.  Frostföl á syðri helming og smá snjór á nyðri helming.  Ég hélt mig mikið til í hjólförum jeppa-manna á veginum, sem var „challenge“ út af fyrir sig að reyna að fylgja öllum hlykkjunum.  Ég athugaði líka tjarnir á Uxahryggjum (við Lundareykjadals-afleggjara) og þar vantar bara herslumuninn að ís verði vel hjól-heldur. Svo líklega ætti frost í vikunni að redda málinu.  Kveðja, Pétur.

Enduroefnisfræði 101

Enduroefnisfræði 101

Eftir Jakob Þór Guðbjartsson (uppfært 27.12.2002 )

Hlífðarföt fyrir mótorhjólafólk hafa tekið miklum beytingum á undanförnum
áratugum. Nú er ekki eingöngu hægt að vera í leðri, heldur bjóða
framleiðendur upp á mikið úrval öryggisfatnaðar úr gerfiefnum. Fjöldi þeirra
gerfiefna sem eru á markaðnum í dag hleypur á hundruðum, ef ekki þúsundum og því má
ætla að gæðin séu æði misjöfn.

Öryggisfatnaður kemur ekki í veg fyrir beinbrot, heldur ver húðina fyrir bruna- og
svöðusárum.

Enduroefnisfræði 101 er ætlað að opna augu mótorhjólafólks fyrir þeirri staðreynd að
vefnaðarvara er ekki bara vefnaðarvara, leður er ekki bara leður og að ekki er kálið sopið
þó í ausuna sé komið. Með því að þekkja hugmyndafræðina á bak við notkun
öryggisefnana og virkni þeirra aukast líkurnar á að við kaupum öryggisfatnað sem þjónar
réttum tilgangi. Lesa áfram Enduroefnisfræði 101

Husqvarna fréttir frá 4

Aríð 2000 urðu miklar breytingar á Husqvarna línunni. Ég hef persónulega séð fjórgengishjólin í akstri og keppnum og fullyrði að hér eru á ferðini hjól sem skara frámúr, sérstaklega í Enduro. Heimsmeistaratitilar í endúró segja allt sem þarf að segja. Fjárhagsvandræði hafa því miður verið bölvun á fyrirtækinu og ekki sér enn fyrir endan á þeim. Paul Edmundson sem var aðalstjarna Husqvarna í fyrra hyggst því miður segja skilið við Husky og bendir allt til þess að kallinn keyri um á bláu hjóli næsta ár. Hefur hann gefið það út að flutningurinn hjá Husqvarna tengist í engu hjólunum sjálfum, heldur fjárhagsvanda Husky. Herma sögur að líklega verði keppnisliðið minnkað um helming fyrir 2003. Það gerðist svo ekki alls fyrir löngu að miklar rigningar urðu til þess að ítölsku verksmiðjurnar urðu fyrir barðinu á flóðum og tefur það framleiðsluna fyrir 2003 enn frekar. Já það á ekki af ítölunum að ganga. Þess má svo til gamans geta að á næsta ári fagnar Husqvarna 100 ára afmæli sínu. Verður ýmislegt fróðlegt gert í tilefni þess og geta áhugasamir skoðað það á heimasíðum Husky. Að lokum eru hér upplýsingar um nýjustu dísilhjólin (stolið frá ADB).
4