Vefmyndavél

Bréf frá Keppnisstjóra

Vefnum var að berast bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra í Svínhaga.  Bréfið fjallar um svindl í keppni.

Bréf frá Hirti Jónssyni, keppnisstjóra, 30 júní 2003.

Að gefnu tilefni og áskorana frá mönnum ákvað ég að skrifa lítið bréf um Svínhagakeppnina.

Það er flestum ljóst að það voru menn í keppninni sem svindluðu á meðan að á keppni stóð í því formi að setja á bensín á hjólin inn í braut. Þessir menn stimpluðu sig svo inn í lokin og náðu þar með einum hring. Þessir sömu menn ættu að sjá sóma sinn í því að fara fram á það við yfirtímavörð (Guðjón tölvukall) að láta fella út þennann síðasta hring eins og keppandinn sem fór hálfan hring við Úlfarsfell 3. mai og fór hann fram á það að sá hringur væri felldur út þetta er virðingarvert og sýnir að Ríkharður Reynirsson no 57 er sá keppandi sem setur heiðarleikann ofar öllu öðru.

Keppnisstjórn getur ekkert gert í málinu því það sem dómarar sjá ekki geta þeir ekki dæmt á. Dómarar geta og meiga aldrei dæma á hluti sem þeir sjá ekki.

Hvað varðar að Einar no 1stoppaði ekki á réttum stað eftir fyrsta hring þá hefði hann átt að fá 5 mín Víti fyrir það. Ástæðan fyrir því að ekki var dæmt á hann Víti er sú að STOPP skiltið var ekki nógu vel sjáanlegt. Í reglunum er sagt að sá fær Víti sem ekki stoppar við STOPP FLAGGARA mjög loðið eftir að tímatökubúnaður var gerður sjálfvirkur og á ábyrgð keppanda sjálfra, en Einar stoppaði þó seint væri og hljóp til baka og stimplaði sig inn.Ef hann hefði fengið Víti hefði Einar hefði bara kært þennann úrskurð og örugglega unnið á því að vafaatreiði í reglum eru alltaf keppanda í hag.

Það er búið að hamra á því að keppendur ættu að vera heiðarlegir í garð hvors annars og keppnisstjórn reynir að gera sitt besta í vali á stafrsmönnum til að keppnishaldið gangi vel fyrir sig.

Hjörtur keppnisstjóri.

Leave a Reply