ÍSAKSTURS BIKARKEPPNI

mms_img-1139149111
Þetta ætti að halda eigandanum á ísnum.

Fyrirkomulag:

Tvær samsíða brautir, tveir keppendur fara samtímis af stað í hvora braut. Keyrðir verða 2-4 hringir í hvert sinn og tekinn tími. Fjöldi hringja fer eftir keppendum. Fjöldi híta fer eftir aðstæðum. Sigurvegara eru þeir sem ná besta tíma. Að minnsta kosti verða keyrðar tvær umferðir þannig að allir keyri báðar brautir. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1. 2. og 3. sæti.

Flokkar:

Opinn flokkur nagladekk 125cc og stærri. Opinn flokkur skrúfudekk ( eða það sem hentar ) 125cc og stærri. Opinn flokkur kvenna.

Tími: Mæting kl 10.00 höfum leyfi til að vera á ísnum til kl 14.00 Allir keppendur fá 2 hringi til að prufa brautina. Síðan verður farið í röð eftir hópum.

Verð: 3000 kr, greitt á staðnum. Posi verður á staðnum, seðlar velkomnir.

Bensínáfylling bönnuð á og við Rauðavatn. Koma með bensín á hjólunum.

ATH!!!! Neyðar ádrepari og tryggingar á hjóli skilyrði fyrir þátttöku.

Fyrirvari: Ef veðrið hamlar keppni þá verður keppni frestað, fylgist með hér á síðunni sem og á FB.

Gott væri fyrir okkur ef áhugasamir keppendur sendi á okkur forskráningu, léttir okkur verulega lífið.

senda má á : vik@motocross.is oli.thor.gisla@gmail.com eða sms í 6903500 nú eða skrá á FB.

Skildu eftir svar