Dakar 2014 – Dagur 4

Alain Duglos

Þá var komið að seinni degi maraþonshlutans, þ.e.a.s fyrri maraþonhlutans en í dag var hjólað frá San Juan að Chilecito, 59km ferjuleið í byrjun, svo tók við 352km sérleið og svo 151km ferjuleið í mark. Leiðin í dag mun reyna mikið á rötun keppenda og að auki eru þeir flestir á slitnum dekkjum frá því í gær og verður það erfitt á grýttri leiðinni í dag.

Það voru ansi miklar sviptingar í dag og ný nöfn að berjast á toppnum. Joan Barreda(Honda) fór fyrstur af stað en lenti í vandræðum, villtist nokkrum sinnum en náði að vinna svolítið til baka undir restina með fantagóðum akstri. Það dugði honum þó ekki nema í 6 sæti í dag en hann heldur samt forustu yfir heildina.

Fyrsti maður í gegnum fyrsta „cheakpoint“(vantar gott nafn á þetta) sem var við 177km línuna var Francisco Lopez(KTM) og um 2mín seinna kom Alain Duglos(Sherco) og 1:36mín eftir það Marc Coma(KTM). Svo komu David Casteu(KTM) +6:12mín, Cyril Despres(Yamaha) +6:18mín og svo forustumaður keppninnar Joan Barreda(Honda) +7:43mín en þetta stóð ekki lengi því Jeremias Israel Esquerre(Speedbrain), Jordi Viladoms(KTM) og Olivier Pain(Yamaha) stungu sér uppfyrir þá David Casteu(KTM) og Cyril Despres(Yamaha) svo það eru sviptingar.

Skömmu síðar stoppaði Francisco Lopez(KTM) en hann var komin á stað eftir rúmar 2 mín, ekki er vitað hvað gerðist. En hann hélt ennþá forustu þegar komið var að “cheakpoint” 2 en Alain Duglos(Sherco) var einungis 52sek á eftir honum. Jordi Viladoms(KTM) lenti einnig í einhverju brasi og stoppaði en komst af stað aftur, ekki vitað hvað var að en þetta stopp kostaði hann um 5 mín.

Við “cheakpoint” númer 3 var staðan næstum óbreitt en það sást til David Casteu(KTM) þar sem hann var fastur í drullu í einhverjum árfarvegi en stuttu seinna sást til hans keyra í burtu frá réttri leið, kostaði það hann mikin tíma en það voru fleiri að villast þarna, Michael Metge(Yamaha) og Riian Van Nierkerk(KTM) fóru svipaða villuleið.

En það voru fleiri toppökumenn í vandræðum, Cyril Despres sagði í kvöld “allt gekk frábærlega og taktíkin að ég fengi dekkin undan hjólinu hjá Michael Metge(Yamaha) gekk vel upp. Ég var svo að hjóla með Marc Coma(KTM) og Joan Barreda en stuttu seinna stungum við Marc aðra af og þá í fyrsta skipti á þessu ári var ég með forustu í keppninni. En svo reið það yfir, hjólið fór að hökta og endanum stoppaði það og varð ég að fara leita bilunar, eftir um 40mín leit fann ég bilun í rafmagni og lagaði það, sumir hefðu kannski bara stokkið uppí næstu flugvél og flogið heim, hætt bara. Ég elska Dakar bara svo mikið og ég hef sossum áður verið svona neðanlega og unnið mig upp svo ég held ótrauður áfram. Kom hann í mark í 16 sæti í dag en er í 6 sæti yfir heildina.

Sam Sunderland(Honda) var í basli í dag og varð svo að draga sig úr keppni eftir að mótorin gaf sig.

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki eftir dag 4:

1 sæti Joan Barreda(Honda) 15:39:53
2 sæti Marc Coma(KTM) +3:10
3 sæti Francisco Lopes(KTM) +5:12
4 sæti Alain Duglos(Sherco) +25:55
5 sæti Olivier Pain(Yamaha) +29:38

Þetta er í styttri kantinum í dag en bætum það upp á morgun.

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar