SÓLBREKKU GLEÐI

Nú er tækifæri til að láta gott af sér leiða og í leiðinni njóta útiveru með skemmtilegu fólki.

Í KVÖLD: Þá vantar Jóa aðstoð við að klára frágang á keppsnibrautinni. Mæting kl 18:00 ( allt í lagi ef það dregst til 19:00 )  CA 2-3 tíma vinna,  en hver er að telja í góðu veðri.

Á LAUGARDAG:  Þá vantar Jóa grimma brautarverði sem hafa gama af því að skamma aðra hjólara 🙂  eða að minnsta kosti vera duglegir að passa stikur og að keppendur keyri löglega innan merkinga.

Gott væri ef að sem flestir sæu sér fært að leggja til aðstoð í kvöld og á laugardag því að:

Fáar hendur = MIKIÐ verk. Margar hendur = LÍTIÐ verk.

Hendur fram úr ermum og gerum þessa keppni að frábærri keppni.

Skildu eftir svar