Enn reynt að svindla á seljendum á smáauglýsingavef motocross.is

Um daginn birtist hér smá frétt um það að óprúttnir aðilar færu farnir að skanna auglýsingar og bjóðast til að kaupa hjól með því að greiða í gegnum PayPal. Þessir aðilar eru ennþá að. Leikurinn virkar þannig að væntanlegur kaupandi gerir sér far um að vera erlendur aðili sem vill endilega kaupa hjólið á uppsettu verði án þess að spyrja nokkuð frekar út í ástand þess og þarf seljandi að stofna reikning hjá PayPal til að hægt sé að ganga frá greiðslunni. Svindlið virkar þannig að hin svo kallaði „kaupandi“ hefur svo samband og segist hafa borgað of háa upphæð á reikning þinn og þó svo að þú hafir ekki ennþá sé greiðsluna sjálfur á reikning þínum hjá PayPal að þá á hann eftir að senda þér kvittun sem sýnir þér hans millifærslu, sem „by the way“ er fölsuð, og biður þig um að leggja á sig til baka mismunin. En í raun var aldrei um neina greiðslu að ræða og er hann/þeir með þessu að reyna að hafa okkur seljendur af féþúfu. Þeir sem falla fyrir þessu sitja svo uppi með sárt ennið og hafa ekki gert neitt annað en tapað pening og sjálfsáliti sínu fyrir að hafa látið hafa sig af fífli.

Þessi aðili sem hafði samband við mig kynnti sig sem Harry Jones og tjáði mér að hann væri sjávarlíffræðingur sem ynni erlendis sem gæti bara starfs síns vegna ekki komið og skoðað hjólið. í framhaldi spurðu ég hann hvort það stæði til að flytja hjólið út, þ.e. úr landi, og svaraði hann að bragði að ég ætti bara að stofna PayPal reikning svo hann gæti gengið frá greiðslu og svo myndi fulltrúi hans koma og sækja hjólið. Ég ítrekaði spurninguna hvort til stæði að flytja hjólið úr landi og svaraði hann því þá að svo væri. En það er ljóst að ef svo er, að þá er þessi aðili ekki ýkja gáfaður einstaklingur því notuð hjól eru margfalt ódýrari erlendis heldur en hér heima fyrir utan að þurfa ekki að standa í flutning á hjólinu frá landinu og inn í það land sem hann er staðsettur í. Þar með er grímann fallinn og ljóst að þessi aðili, þ.e. hin svokallaði Harry Jones, hefur eingöngu samband við mig til að reyna að fá mig til að endurgreiða sér mismun á millifærslu sem aldrei mun eiga sér stað. Þannig hafið varann á gott fólk, það eru margir asnar þarna úti sem reyna að nýta sér trúgirni fólks. Ef hlutirnir hljóma of vel til að það geti verið satt, að þá á sú grunsemd oftast rétt á sér og undantekningarlaust er um svindl að ræða.

Ein hugrenning um “Enn reynt að svindla á seljendum á smáauglýsingavef motocross.is”

  1. Þetta eru duglegir menn þarna í Afríku og greinilega margir sem falla fyrir þessu (væru þeir ekki annars hættir þessu?)
    Ég skemmti mér um árið með einn svona náunga og setti þessa grein inn á vefinn í kjölfarið – stórskemmtilegt á meðan á því stóð en kannski er ekki gott að ýta undir þessa vitleysinga :/

    http://www.motocross.is/2011/08/varud-svikahrappar-vilja-kaupa-2008-husqvarna-spliff-hjol-a-uppsprengdu-verdi/

    Kveðja, Keli

Skildu eftir svar