Síðasta endurokeppnin verður í Bolaöldu 8. september

Um leið og við minnum á Styrktarkeppnina  í Álfsnesi um helgina,

Endurokeppni 2006 eða 2007 í Bolaöldu – hver er maðurinn og hvað ár var þetta?

þá er ekki seinna vænna en að fara minna á 7. og 8. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin verður á keppnissvæði VÍK í Bolaöldu þann 8. september nk.

Enduronefnd hefur farið yfir svæðið og er með hugmyndir um að leggja alla nokkra nýja slóða og einnig að nota sparisparislóða sem hafa verið í dvala í nokkur ár.

Skráning hefur verið opnuð á www.msisport.is og við hvetjum alla sem hafa áhuga á skemmtilegri keppni að skrá sig. Við minnum á að í Endurokeppnum þarf ekki tímatökusenda heldur er bólukerfið notað þar. Einnig er vert að minna á að slóðarnir eru í mjög góðu ástandi núna og um að gera að nýta sér þetta frábæra svæði áður en Vetur Konungur mættir á svæðið.

Kveðja, enduronefnd VÍK

2 hugrenningar um “Síðasta endurokeppnin verður í Bolaöldu 8. september”

Skildu eftir svar