1. umferð í Ís-Cross fer fram á Akureyri 11. febrúar

Skráning í 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross sem far átti fram í Reykjavík 28. janúar mun gilda fyrir keppnina sem sem fram fer á Akureyri laugardaginn 11. febrúar. Þeir keppendur sem skráðu sig í 1. umferð athugið að sú skráning mun standa og verður opnað fyrir þá skráningu aftur til miðvikudagsins 8. febrúar til kl: 21:00

Þeir keppendur sem þegar hafa skráð sig en geta ekki mætt á Akureyri er bent á að senda póst á kg@ktm.is áður en skráningarfrestur rennur út og mun þá keppnisgjaldið verða fært á aðra keppni. Langtímaveðurspáin lítur vel út og allt útlit fyrir góða keppni á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið með aukakeppni í Ís-Cross en gera má ráð fyrir að hún verði sett á í kringum 25. febrúar ef aðstæður leyfa.

Skildu eftir svar