Vefmyndavél

Sólbrekkubraut Enduro-Cross keppnin á morgun

Nú er um að gera að taka þátt í skemmtilegri keppni á morgun laugardag.
Keppt verður i tveimur flokkum tvímennings og einstaklings. Báðir flokkar keyra saman í einn og hálfan tíma.
Mæting kl.10.30 og skoðun kl.11:00. Ræsing hefst kl.12:00 og flaggað út kl.13:30
Brautin er um allt svæðið, út í móa, á motocrossbrautinni og létt endurocross inni í húsinu.
Vegleg verðlaun í boði fyrir fyrstu þrú sætin, frítt inn fyrir áhorfendur. Keppnisgjald er 4000 kr. á mann.
Opið fyrir skráningu á netinu til miðnættis í kvöld. Og þeir sem mæta tímanlega í fyrramálið geta skráð sig á staðnum.

Sjáumst hress.
VÍR félagar

Leave a Reply