VINNUKVÖLD – SLÓÐARNIR OPNA EF ….

Í kvöld þriðjudag ætlum við að hafa vinnukvöld í slóðunum á neðra svæðinu. Við hefjum starfið klukkan 18:30, ef vel gengum og það verður góð mæting til að aðstoða þá gengur þetta hratt og vel. Það þarf  að hreinsa grjót úr slóðunum og laga merkingar þá verður hægt að opna slóðana í framhaldi af því. Einhverjum slóðum verður breytt sem reynir meira á hjólara og gerir þetta allt skemmtilegra.

 Nú reynir á félagamenn um það hvort þeir vilji fá opna slóða eða ekki!

Þetta þarf ekki að taka langan tíma ef margir mæta.

2 hugrenningar um “VINNUKVÖLD – SLÓÐARNIR OPNA EF ….”

  1. Ég hefði glaður viljað mæta og tína grjót í allt kvöld en er með hita og einhver hótaði mér öllu illu ef ég færi að þvælast út í kvöld til þess að leika mér. Reyni að smala einhverju liði þarna uppeftir. Skemmtið ykkur vel !

  2. Sæll Ólafur
    Þetta gekk fínt í gær, góð mæting og félagsmenn stóðu sig vel svo nú er búið að opna neðra svæðið.

    Nýjir og miklu skemmtilegri slóðar sem þarf að hjóla með opin augu til að byrja með svo menn detti ekki í að hjóla gömlu förin.

    Klaustursfílingur sögðu sumir.

Skildu eftir svar