Vinnuferð á Klaustur.

Öflugar vinnukonur.

Það var öflugur hópur VÍKverja sem skundaði af stað eldsnemma á Sumardeginum fyrsta til að gera og græja aðstöðuna fyrir 6t keppnina á Klaustri. Unnið var við að setja upp niðuskipt skiptisvæði, merkja brautina, ásamt því að gera alla umgjörð betur úr garði.

Ábúendur á Ásgarði eiga mikið lof skilið því að þau eru öll af vilja gerð til að keppnin verði í framtíðinni ein sú besta skemmtun sem við hjólafók komum að. Þau eru að útbúa salernisaðstöðu, ( sem btw verður með heitu vatni ) tjaldstæði og fíneríi. Einnig hafa þau lagt mikla vinnu í að gera mýrina frægu þannig úr garði að það verði ekkert mál að rúnnta um hana. Við tókum prufuhring um brautina og sáum það að miðað við aðstæður nú þá verður þetta geðveikt í endaðan Maí. Þökkum frábærum félögum fyrir aðstoðina.

Stjórnin.

Ekkert fúsk í gangi hér. Vandað verk hjá vönum mönnum.
Vinnusamir VÍKverjar.
Sumir duttu reyndar í smá Vinnuskólafíling.
Svona er þetta "meid in sveitin"
Öryggisfulltrúinn og mælingamaðurinn.
Hraðbrautar-mýrin. Þarna verður hægt að skemmta sér.
Nú verður ekkert mál að finna makkerinn á skiptisvæðinu.

2 hugrenningar um “Vinnuferð á Klaustur.”

  1. verður hægt að komast í rafmagn fyrir tjaldvagna og fellihýsi?
    Hvar verður enduro keppnin haldin? sú sem verður 14. maí

  2. Ég mundi ekki gera ráð fyrir því að það verði rafmagn á tjaldsvæðinu. Það kostar peninga að leggja rafmagn á svæðið og verður það varla gert fyrir eina helgi. Verður næginlega mikið verkefni að hafa frambærileg salerni, amk að þessu sinni. Reyndar eru ábúendur að Ásgarði frábært fólk og mun reyna að gera aðstöðuna eins vel úr garði og hægt er.

    Það er verið að vinna að staðsetningu fyrir keppnina 14. Maí. Veðrið hefur ekki verið að hjálpa okkur með það. Staðsetning verður gefin upp um leið og hægt er.

Skildu eftir svar