Fræðslukvöld ÍSÍ

ÍSÍ býður upp á fræðslukvöld næstu tvo fimmtudaga, þann 21. okt í Reykjavík og 28. okt á Akureyri.  Bæði fræðslukvöldin standa yfir frá kl. 17.00-21.00.  Að þessu sinni verður boðið upp á íþróttasálfræði og verða það sálfræðingarnir Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Andrason sem munu sjá um fyrirlestrana/kennsluna.
Fræðslukvöldin eru öllum opin, eru liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi og henta jafnframt vel sem endurmenntun fyrir íþróttakennara og íþróttaþjálfara.  Þau henta einnig iðkendum í öllum íþróttum.
Þátttökugjald er kr. 3.000.-  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.

Nánari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Með bestu kveðju,

Viðar Sigurjónsson
Sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
Glerárgötu 26, Akureyri
Sími: 460-1467 & 863-1399

Skildu eftir svar